fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Uppsagnir vegna kjarasamninga fleiri en vegna falls WOW air – Samdráttur sagður framundan

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun Gallup fyrir Landsbankann meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar, segjast fleiri fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsfólki sínu vegna nýrra kjarasamninga, en vegna gjaldþrots WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans.

Um 46% fyrirtækja sögðust hafa þurft að fækka starfsfólki til að bregðast við kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Til samanburðar töldu 28% fyrirtækja sig þurfa að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air.

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017. Forystufólk rúmlega 40% fyrirtækja í ferðaþjónustu reiknar með samdrætti í tekjum á þessu ári en er almennt frekar bjartsýnt á þróunina á næstu árum,

Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans kemur þetta fram:

  • Á fyrstu 8 mánuðum ársins komu 1.383 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og fækkaði þeim um 214 þúsund, eða um 13,4%, samanborið við sama tímabil í fyrra.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins flutti Icelandair 29% fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4%.
  • Ef miðað er við veltu í íslenskri krónu varð lítill samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu, að farþegaflutningum undanskildum, á tímabilinu maí-júní miðað við sama tímabili í fyrra. Ef miðað er við upphæðir í evrum sést á hinn bóginn um 10% samdráttur í flestöllum flokkum, nema í farþegaflutningum á landi, þar sem samdrátturinn nam 18%.
  • Samsetning ferðamanna hefur breyst talsvert með falli WOW air og minna framboði af ódýrum flugsætum til landsins. Ferðamenn sem koma eftir brotthvarf WOW air virðast að meðaltali dvelja lengur og eyða meiru í sinni eigin mynt.
  • Meðaltekjur ferðaþjónustunnar af hverjum ferðamanni eru að aukast miðað við fyrra ár sem skýrist einkum af lengri meðaldvalartíma og auknum kaupmætti ferðamanna vegna veikingar krónunnar.
  • Gistinóttum í Airbnb fækkaði um 145 þúsund á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tímabil 2018, sem er um 15,6% samdráttur. Leigutekjur af gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu drógust saman um 21% mælt í Bandaríkjadölum, úr tæpum 68 milljónum dala í 53 milljónir dala. Vegna veikingar krónunnar milli ára var samdrátturinn minni í krónum talið, eða 7%, sem nemur ríflega 500 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hafa hótelin sótt í sig veðrið og markaðshlutdeild Airbnb hefur lækkað í fyrsta sinn frá því þessi tegund gistingar hóf innreið sína á Íslandi. Við áætlum að hlutdeild Airbnb hafi verið um 36% á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 7 mánuði ársins.
  • Þróun í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins er með talsvert öðrum hætti. Þar er Airbnb gistinóttum enn að fjölga, þótt verulega hafi hægt á þróuninni. Það sem af er þessu ári reiknast okkur til að gistinætur í Airbnb hafi verið um 40% samanlagðra gistinátta á hótelum og í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins, sem er aukning um 1 prósentustig miðað við allt árið í fyrra.
  • Gera má ráð fyrir að alls verði um 430 ný hótelherbergi tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári og um 330 utan þess, eða um 760 alls. Áætlað er að lokið verði við að byggja um 250 herbergi á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og um 520 á árinu 2021.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins var meðalnýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu um 73% en 40-65% á öðrum svæðum landsins. Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu er enn tiltölulega há í samanburði við t.d. höfuðborgir hinna Norðurlandanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?