fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

„Upplýsinga“fulltrúar fá á baukinn – „Þessi frétt Mannlífs er röng“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 14:47

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tregða stofnana við að upp­lýsa um brýn mál er orðin að sér­stakri mein­semd í ís­lensku sam­fé­lagi. Oft þurfa blaða­menn að gera hlé á frétta­flutningi vegna tregðunnar til að veita sjálf­sagðar upp­lýsingar. Fjöl­miðlar þurfa svo að ráð­stafa tíma og fjár­munum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til mála­reksturs í þeim til­gangi að nálgast upp­lýsingar sem klár­lega eiga erindi við al­menning.“

Svo skrifar Sunna Karen Sigurþórsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins í blaðið í gær og getur Eyjan vel tekið undir orð hennar.

Hún bætir við að það heyri til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, þar sem heimti að fá allar spurningar skriflegar, helst í gegnum fjölmiðlafulltrúa sinn, sem síðan handvelji þær spurningar sem eru umbjóðanda sínum þóknanlegar.

Sökum þessa hrúgist inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, en það tekur hana allt að því eitt ár að úrskurða um mál sem liggur fyrir nefndinni.

„Þessi frétt Mannlífs er röng“

Vert er að rifja upp pistil Sunnu nú þegar Arion banki hefur tilkynnt um uppsagnir 100 starfsmanna sinna.

Mannlíf greindi frá því fyrstur miðla á sunnudagskvöld að blaðið hefði heimildir fyrir því að til stæði að segja upp um 80 manns daginn eftir, eða næstu daga.

Eyjan tók málið upp á mánudagsmorgni, en náði ekki í upplýsingafulltrúa Arion banka til að fá fréttina staðfesta. Eftir að aðrir miðlar tóku fréttina upp einnig, komu út yfirlýsingar frá upplýsingafulltrúanum um að frétt Mannlífs væri röng, að ekki yrði tilkynnt um uppsagnir þann daginn. Hinsvegar stæði yfir stefnumótunarvinna og ekki væri ljóst hvenær henni lyki. Vildi upplýsingafulltrúinn þó ekkert tjá sig um hvort það væri sjálfur fjöldinn sem væri rangur, eða tímasetningin.

Ljóst er að nákvæmni í bankastarfsemi er mikilvæg, ekki síður en í fjölmiðlun, en ljóst er á fréttum í dag, að frétt Mannlífs og þeirra sem tóku hana upp var efnislega rétt. Það stóð vissulega til að segja upp fjölda fólks á næstu dögum. Og ekki bara um 80, heldur 100.

Svo má velta því fyrir sér hvort ætlun upplýsingafulltrúans í þessu tilfelli hafi verið að upplýsa, eða stunda svokallaða krísustjórnun, en ljóst er að hvorugt tókst sérstaklega vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK