fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Tilraunastarfsemi bandaríska sjóhersins á Íslandi vegna mögulegra átaka á Norðurslóðum -„Ísland er lykil-bandamaður“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:30

Herskipin í öðrum flota Bandaríkjanna. Mynd- navy.mil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um þrjátíu manna hópur frá 2. flota bandaríska sjóhersins er núna tímabundið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvell til að æfa uppsetningu og rekstur hreyfanlegrar stjórnstöðvar. Hópurinn kom í byrjun september og fer frá Íslandi eftir mánaðarmótin. Stjórnstöðin hefur átt í samskiptum við skip bandaríska sjóhersins sem eru á Norður-Atlantshafi við venjubundin störf. Allur kostnaður af dvöl bandaríska sjóhersins er greiddur af bandaríska ríkinu.“

Svo segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Eyjunnar um hvaða erindi bandaríski sjóherinn eigi hingað til lands.

Í tísti frá sjóhernum frá því í gær er greint frá því að hreyfanlegri stjórnstöð hafi verið komið fyrir í Keflavík til að sjá flotanum í Evrópu fyrir auknum möguleika á að leiða herafla sinn:

Ísland er lykil-bandamaður

Þá er greint frá því í fréttabréfi sjóhersins að staðsetningin muni stuðla að betri árangri til að takast á við áskoranir og ógnir við öryggi á hafi úti. Nefnt er að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta sé reynt hér við land og því um tilraunastarfsemi að ræða:

„Ísland er lykil-bandamaður (key ally) og staðsetning þess í Norður-Atlantshafi veitir okkur fullkomið tækifæri til að prófa færanlegu stjórnstöð okkar í fyrsta skipti. Það styrkir samstarfið að fá að starfa á Íslandi og gefur okkur færi á að æfa getu okkar í að sækja fram,“

er haft eftir Andrew Lweis, vara-aðmíráli og flotaforingja.

„Árangursríkar aðgerðir á Norðurslóðum krefjast æfinga,“ segir Cris Slattery, kapteinn og yfirmaður hópsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“