fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Segir allt logandi vegna svikinna loforða: „Formaður skipulagsráðs svífst einskis í þessu máli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs yrði gerður að varanlegum göngugötum, samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi sem samþykkt var í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, en tillagan verður tekin fyrir í borgarráði í dag.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að með þessu hafi meirihlutinn svikið gefin loforð sín:

„Það logar allt vegna þessa, því að loforð hafa verið svikin er varðar þessar lokanir gatna í miðbænum. Það stóð ekki til að ráðast í varanlega lokun núna þennan vetur í svo miklum mæli. Formaður skipulagsráðs svífst einskis í þessu máli, ég held hún sé að framfylgja eigin ástríðu og borgarstóri siglir bara lygnan sjó.Til stóð að opna aftur þessar götur að hluta fyrir veturinn. Því hafði verið lofað en það loforð hefur formaður skipulags- og samgönguráðs nú svikið,“

segir Kolbrún við Eyjuna, en umræddur formaður er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.

Kolbrún gagnrýnir meirihlutann fyrir að hafa ekki verslunareigendur með í ráðum:

„Ég sem  minnihlutafulltrúi er með angistarfulla verslunar- og rekstraraðila á línunni og ég get ekkert gert. Þetta er tapað stríð og allt loforð um samráð er að verða einn stór brandari.“

Klisja í óþökk fjöldans

Kolbrún sagði í gær að það væri síendurtekin klisja að slíkar lokanir efldu lífsgæði borgarbúa:

„Það vita það allir sem hafa fylgst með þessari umræðu að þegar formaður Skipulags- og samgönguráðs segir að göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa þá er það fátt nema síendurtekin klisja enda verið að framkvæma þetta allt í óþökk fjölda manns. Þrír minnihlutaflokkar í borgarráði hafa ekki atkvæðarétt í borgarráði og ekki er gott að vita hvernig Sjálfstæðismenn munu greiða atkvæði á morgun þar sem þau eru ekki sammála í þessu máli. Svo er það lenskan þegar það kemur fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúa borgarinnar, að skrifa: „borgarráð samþykkti …“

Ekki lengur miðbær borgarbúa allra

„Bílastæðahúsi eru illa nýtt enda dýrt að leggja þar auk þess sem mörgum finnst þau óaðgengileg. Ekkert af þeim tillögum sem Flokkur fólksins hefur lagt fram t.d. að hafa frítt í tvo tíma á dag og frítt að nóttu í bílastæðahúsum til að laða að fólk, íslendinga í bæinn, hefur náð eyrum þessa meirihluta. Í aðdraganda kosninga sagði Flokkur fólksins að miðbærinn yrði með þessu áframhaldi aðeins fyrir ferðamenn og þá ríku sem eiga efni á nýjum íbúðum á svæðinu og jú vissulega þá sem þarna búa fyrir. Þetta er að raungerast. Þetta er ekki lengur miðbær Reykjavíkur, þ.e. borgarbúa allra. Úthverfafólk margt hvert vogar sér ekki inn á þetta svæði enda hefur fundið sína miðbæi annars staðar. Vissulega er harmur sleginn að fólki sem á rætur sínar t.d. í vestur og austurbæ en býr nú í úthverfum. Eldra fólk og fatlaðir hafa margir sagst ekki voga sér á þetta svæði, aðgengi erfitt og oft vonlaust að fá stæði svo ekki sé minnst á umferðarteppurnar í og úr bænum.“

Valdbeiting af verstu gerð

Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, lét bóka eftirfarandi á fundi borgarráðs í morgun, hvar hún sakar meirihlutann um valdbeitingu:

„Það eru forkastanleg vinnubrögð og ekki rekstraraðilum eða íbúum á þessu svæði bjóðandi að taka svo afdrifaríka ákvörðun sem framlenging lokunar Laugavegs er sett í flýtimeðferð, í gegnum afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs, borgarráðs og síðan borgarstjórnar.

Þetta er valdbeiting opinbers aðila af verstu gerð. Í svo afdrifaríku máli eiga þeir sem hagsmuna eiga að gæta að njóta vafans, ekki stjórnvaldið. Nýlega hafa rekstaraðilar og íbúar mátt búa við miklar raskanir á högum sínum þegar borgin tók Laugaveginn í endurbætur. Nú er boðað að samhliða þessum lokunum verði á ný farið í mikið rask til að endurbæta svæðið s.s. að endurnýja allt yfirborð götunnar, gróður, götulögn og lýsingu.

Heyrst hefur að þær endurbætur komi til með að kosta allt að 600 milljónir. Nú þegar liggur inni í kerfinu fyrirspurn frá borgarfulltrúa Miðflokksins til að fá þessar fjárhagsupplýsingar fram en henni hefur ekki enn verið svarað. Er þetta forgangsröðun meirihlutans, meðan lögbundin þjónusta og grunnstoðirnar eru sveltar?

Til að allir átti sig á þeim fjármunum sem liggja undir af hendi útsvarsgreiðenda í Reykjavík, þá kosta endurbætur á Laugaveginum og Óðinstorg sem er fyrir framan heimili borgarstjóra tæpan 1 milljarð/1.000 milljónir. Þá er tjón rekstraraðila ótalið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“