fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Dagur skrifar undir ókynntan samgöngusamning: „Dæmi um einræðið og harðstjórnina í Reykjavík“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum fjölskipað stjórnvald og borgarstjóra ber skylda til að kynna okkur þennan samning,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins við Eyjuna, um samkomulag ríkis og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu sem borgarstjóri hyggst undirrita fyrir hönd Reykjavíkurborgar nú klukkan 16.

Samningurinn hefur þó ekki verið kynntur borgarfulltrúum til fulls, þar sem hann hefur breyst nokkuð frá fyrstu kynningum, líkt og fjallað hefur verið um. Hefur einnig verið gagnrýnt að ekki einu sinni þingmenn hafi fengið að sjá drögin að samkomulaginu.

Skilningsleysi á hugtökum

Marta á orðaskipti við borgarstjóra á Facebook vegg sínum í dag vegna þessa:

„Þá er það komið á daginn að borgarstjóri telur að borgarfulltrúum minnihlutans komi ekki við nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu þar sem undirrita á þetta samkomulag í dag án nokkurrar aðkomu borgarfulltrúa. Dagur B. Eggertsson hefur engan skilning á hugtakinu fjölskipuðu stjórnvaldi og lýðræði. Bendi Degi B. á að kynna sér: The Federalist Papers og the tyranny of the majority.“

Breytingar kynntar eftir á

Þessu svarar Dagur og segir gagnrýni Mörtu ekki réttláta, þar sem samkomulagið hafi vissulega verið kynnt:

„Þetta er nú ekki sanngjarnt eða rétt. SSH hefur haldið kynningarfundi í gegnum allt ferlið fyrir alla sveitarstjórnarmenn. Við kynntum málið einnig á fundi borgarráðs fyrir skemmstu og framundan er umfjöllun um það á tveimur næstu fundum borgarstjórnar.“

Þarna segir borgarstjóri að breytingarnar verði kynntar eftir að samningurinn sé undirritaður, sem Marta telur vafasama stjórnsýslu.

Engar breytingar kynntar

Marta bendir á að samkomulagið hafi tekið breytingum, líkt og komið hafi fram í fréttaflutningi síðustu daga. Hinsvegar hafi þær breytingar ekki verið kynntar neinum og hafi sveitarstjórnarmenn verið í óvissu um hvort og þá hvaða hlutar samkomulagsins væru bundnir trúnaði.

„Rétt er að spyrja sig; hvers konar vinnubrögð það eru, þegar um er ræða fjölskipað stjórnvald, að kynna samkomulag samdægurs og ætla sér að skrifa undir það sama dag? Þér hefði verið í lófa lagið að vera búinn að kynna drögin fyrir fund SSH, sem þú vitnar til, t.d. í borgarráði, eins og aðrir bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu gerðu. Ofríki eða harðstjórn meirihlutans er í eðli sínu veikleiki meirihlutastjórnar þar sem meirihlutinn setur eigin hagsmuni framar hagsmunum allra (borgarbúa í þessu tilfelli) á kostnað minnihlutans. Það hefur nú bara sýnt sig í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson, en þið hafið átt mjög erfitt með að samþykkja tillögur frá minnihlutanum, jafnvel þótt þið séuð þeim sammála,“

segir Marta og nefnir að fjölmörg dæmi séu um þetta og vitnar til síðasta borgarstjórnarfundar:

 „Þar sem meirihlutinn neyddist til að taka fundarhlé og beita pólitískum bellibrögðum með því að taka ekki framlagða tillögu inn með afbrigðum, enda fyrirséð að meirihlutinn gat ekki verið á móti í því máli. Þessi vinnubrögð eru einmitt dæmi um einræðið og harðstjórnina í Reykjavík og eru lýsandi dæmi um ofríki meirihlutans, sem hefur raunar minnihluta atkvæða á bak við sig, en til upprifjunar þá fengu minnihlutaflokkarnir fleiri atkvæði samanlagt en meirihlutinn. Þannig má fullyrða að ákvarðanir séu teknar í trássi við meirihluta borgarbúa enda fulltrúalýðræði í Reykjavík. Þetta er það sem átt er við með ofríki meirihlutans eða tyranny of the majority.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“