fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Varkár Björn svarar Sólveigu: Óvirðing við „öll mannleg siðalögmál“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 12:15

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hellti sér yfir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra í gær, vegna skrifa hans um starfsmannamál félagsins sem verið hafa í fréttum.

Sólveig sagði Björn breiða út lygar um sig og komu þeir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir í færslu Sólveigar einnig, áður en hún uppnefndi Björn ömurlegan afturhaldstitt og mykjudreifara.

Björn hefur verið nokkuð varkár í skrifum sínum undanfarið um Sólveigu og vill greinilega ekki láta hanka sig á því að teljast orðljótur. Hann lætur yfirleitt nægja að vitna í orð annarra um málið, þó svo öllum sé ljóst hvaða skoðun Björn hefur á Sólveigu og forystu Eflingar, en Birni er tíðrætt um með hversu litlum meirihluta Sólveig var kosin til formennsku.

Um nýjustu skrif Sólveigar segir Björn í pistli er nefnist „Óvirðing við „öll mannleg siðalögmál“ nægja að benda á eftirfarandi:

„Hér hefur undanfarna daga verið vakin athygli á því sem fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa sagt um samskipti sín við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann félagsins, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra félagsins. Að um þetta hafi verið skrifað hér varð til þess að Sólveig Anna sagði um höfundinn að hann væri „ömurlegur afturhaldstittur og mykjudreifari“. Það væri „eitt af því sem er mest vitað af öllu vituðu“.

Viðbrögð formannsins eru í samræmi við framkomuna gagnvart þeim sem störfuðu á skrifstofu Eflingar áður en Sólveig Anna kom þangað með sellufélögum sínum í Sósíalistaflokki Íslands. Viðar, hugmyndafræðingur og lagasmiður sósíalista, tók að sér að stjórna hreinsunum á skrifstofunni en Gunnar Smári Egilsson varð málsvarinn út á við. Af því sem sagt hefur verið í tilefni af valdatökunni bregst þetta fólk verst við þegar minnst á fréttir um greiðslur úr sjóðum félagsins til eiginkonu Gunnars Smára.“

Þá vitnar Björn í fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar, Þráinn Hallgrímsson, sem taldi Sólveigu og hennar „klíku“ hafa sýnt sér svívirðilega framkomu á starfsmannafundi, hvar öll mannleg siðalögmál hafi verið brotin, en Þránni var í raun sagt upp störfum á fundinum, líkt og áður hefur fjallað verið um. Hefur Sólveig beðist afsökunar á því, en um leið sagðist hún óska þess að geta „blokkað“ Þráinn úr lífi sínu.

Pistil Björn má lesa í heild sinni hér.

Sjá einnig: Sólveig hraunar yfir Björn:„Ömurlegur afturhaldstittur og mykjudreifari“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”