fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Sólveig hraunar yfir Björn: „Ömurlegur afturhaldstittur og mykjudreifari“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skemmtileg reykvíska borgarastéttin og við heppin að eiga hana. Nú er Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra og mjög fínn maður aftur tekinn til starfa við að breiða út lygarnar og rógburðinn um að ég hafi stolið pening úr sjóðum Eflingar og framið ýmis glæpaverk.“

Svona hefst stöðufærsla hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar, en þarna vísar hún í skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Í bloggfærslu skrifar Björn að Sólveig hafi mánuðum saman neitað að ræða við starfsmenn sem þau ýttu til hliðar í hreinsunum sósíalistanna, eins og hann orðar það.

„Sólveig Anna telur sér hafa verið heimilt að beita fólkið ofríki að eigin geðþótta af því að hún hafi fengið 80% greiddra atkvæða í formannskjöri,“
segir Björn.

Sólveig veitir engan afslátt í færslu sinni um Björn og skrifar:

„Hann situr einhversstaðarfancý karlinn sem hann er og ýtir á takka á lyklaborðinu sínu og um hann fer fiðringur þegar hann skrifar um að ég sé vondur sósíalisti og þess vegna viðbjóðslegt glæpakvendi, natural born lagabrjótur og þjófur. Gömlu góðu dagarnir rifjast upp, þegar að róttæklinga-pakki og derringnum í þeim var svarað á eina rétta og skynsamlega mátann, með lygum. Marg og þaulreynt bragð.

Eins og einhver sagði einhvern tímann: Ef þú bara heldur áfram að ljúga og lýgur sömu lyginni aftur og aftur þá mun fólk fara að trúa henni. Og sérstaklega flott að sjá fyrrum dómsmálaráðherra lýðveldisins brúka það af svona miklum og innilegum innblæstri. Flottur karl að takast á við áskoranir; hver er duglegastur að breiða út lygar um andstæðinga auðvaldsins? Skál, stirred, not shaken, fyrir Birni, hann er mjög mjög ofarlega á listanum.

Og af því að Björn er skemmtilegasta tegundin af fancý karli þá er skemmtilegt að sjá hvernig hann hefur ekkert fjallað um ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, þann hressa merkismann, vín-connoisseur (shakenstirred, skvett á fólk) og meðlim borgarastéttarinnar. Fyrrum dómsmálaráðherra hefur ekkert að segja um þann æðisgengna hasar sem er að gera allar löggur og löggustjóra landsins vitlausa en hann lætur ekki sitt eftir liggja í að ljúga uppá mig glæpum. Hann kann sannarlega að forgangsraða, enda ávallt haft mikið að gera og verið mjög önnum kafinn.

Eitt sinn sagði Donald Rumsfeld, félagi Björns í því mikilvæga verkefni að hafa stjórn á pakkinu í heiminum og líka alltaf mjög önnum kafinn:  As we know, there are known knowns; there are things we know we know. We also know there are known unknowns; that is to say we know there are some things we do not know.

Ég vil nota tækifærið og segja: Það er allskonar sem er vitað og annað sem er óvitað og enn fleira sem við vitum að við vitum og enn annað sem við vitum að við vitum ekki. En eitt er sannarlega vitað: Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra Íslands og fyrsta flokks borgarastétt er ömurlegur afturhaldstittur og mykjudreifari. Það er eitt af því sem er mest vitað af öllu vituðu. En mér finnst hann samt og reyndar þessvegna skemmtilegur. Af því það er óumdeilanlega svo gaman fyrir láglauna-róttæklinga-konu eins og mig að verða vitni að hræsni, yfirborðsmennsku og ömurð valdakarla. Og ef það er eitthvað sem ég hef lært á mínum 44 árum er það að reyna alltaf, alltaf að njóta þess að hlægja að pólitískum óvinum vinnuaflsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”