Ragnar Auðun Árnason var kosinn nýr formaður VG í Reykjavík í gærkvöldi, á aðalfundi félagsins. Ragnar, sem er 24 ára stjórnmálafræðingur, leysir Steinar Harðarson af hólmi, en Ragnar er fyrrverandi talsmaður Ungra Vinstri Grænna.
Þá má geta þess að faðir Ragnars er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Finnlandi og fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður VG.
Samkvæmt tilkynningu frá VG eru meðstjórnendur í nýrri stjórn eftirfarandi:
„Sigrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Ólína Linda Sigurðardóttir, Guy Conan Stewart og Gerður Gestsdóttir. Varamenn eru Baldvin Már Baldvinsson og Elva Hrönn Hjartardóttir.“