fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Endalok Thomas Cook

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Thomas Cook varð til þegar ferðalög urðu algengari en áður með tilkomu gufuskipa og járnbrauta. Þetta var á nýlendutímanum, heimurinn var leikvöllur breska heimsveldisins. Það er áhugavert að skoða gamlar auglýsingar frá Thomas Cook.

Mannfjöldin hefur varla verið að þvælast fyrir farþegum í þessum ferðum. Þeir hafa væntanlega verið klæddir í falleg föt, hvít eða ljós, með hatta og ferðakoffort sem voru borin fyrir þá af burðarmönnum.

Thomas Cook átti síðar mikinn þátt í að skapa hjarðferðamennskunna til sólarlanda. Byrjaði á Ítalíu – síðar kom Spánn. Hvítu fötin hurfu, viku fyrir flísi, fótboltatreyjum, ferðatöskum á hjólum.

En að endingu var það internetið sem drap Thomas Cook. Það er ekkert vit í því að vera með ferðaskrifstofur í borgum og bæjum þegar fólk notar Booking, Expedia og Airbnb til að bóka ferðalög. Thomas Cook safnaði skuldum og fór loks á hausinn.

Svona breytast lífshættir okkar og borgarmyndin. Einu sinni voru ferðaskrifstofur áberandi í bæjum. Ég man eftir allnokkrum í Miðborginni í Reykjavík, með fjölda starfsmanna. Hápunkturinn í samkvæmislífi margra voru skemmtanir sem ferðaskrifstofurnar héldu, grísaveislur og útsýnarkvöld. Nú hafa þær annað hvort lagt upp laupana eða flutt út á jaðar, þá í smækkaðri mynd. Maður les að með falli Thomas Cook loki 560 útibú í Bretlandi.

Það þýðir ekki að við höfum hætt að ferðast, fólk stundar ferðalög af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Það er til vitnis um hvílíkt velmegunarskeð við lifum í raun. En við sitjum í einsemd við tölvuna og skipuleggjum ferðalögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu