fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Þorsteinn sármóðgaður vegna ásakana um hávaða og stæla: „Fékk ég engin svör en þess í stað fúkyrðaflaum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist var á um veggjöldin á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra um aukna greiðslubyrði íbúa höfuðborgarsvæðisins í uppbyggingu samgöngukerfisins:

„Annars vegar hvort ríkisstjórnin hygðist láta höfuðborgarsvæðið greiða tvöfalt fyrir brýnar samgöngubætur í ljósi þess að íbúar þess greiði þegar eldsneytisgjöld eins og aðrir landsmenn en eigi að auki að greiða veggjöld samkvæmt hugmyndum stjórnarinnar. Hinsvegar spurði ég hvar yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um þverpólitískt samráð stæði í ljósi fyrirheita um slíkt samráð í öllum stærri ákvörðunum.“

Þorsteinn var ekki ánægður með svörin sem hann fékk frá Sigurði Inga, en hann taldi ráðherrann snúa út úr einföldum spurningum sínum:

„Í stuttu máli fékk ég engin svör en þess í stað fúkyrðaflaum um ímyndarstjórnmál og hávaða og stæla. Dæmi hver fyrir sig en þetta er mjög brýnt hagsmunamál fyrir okkur íbúa höfuðborgarsvæðisins og ekki óeðlilegt að krefjast þess að ráðherra geti svarað svo einföldum spurningum,“

segir Þorsteinn á Facebook.

Hávaði og stælar

Þorsteinn sakaði Sigurð Inga um skort á samráði, en Sigurður svaraði því til að allir þingmenn hafi komið að vinnunni við samgönguáætlun og minnti á fund um málið í vikunni, sem reyndar var settur á meðan umræður um skattamál fóru fram á Alþingi, sem varð til þess að forseti Alþingis og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skiptust á snörpum orðaskiptum.

Sigurður Ingi sagði að þingmenn hafi þegið það boð en síðan séð að hægt væri að búa til pólitískan leik um samráðsleysi. Taldi hann að reynt hefði verið að vinna málið í anda samvinnustjórnmála og lá honum hátt rómur er hann sakaði Þorstein um stæla:

„Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því. Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn