fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. september 2019 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld hafa hampað skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi, þar sem allt er sagt í lukkunnar velstandi og blóma. Hefur bæði skýrslan, sem og túlkun stjórnvalda á henni fengið nokkra gagnrýni, síðast í gær, þar sem skýrslan var sögð „pöntuð“ og jafnvel skrifuð að hluta í fjármálaráðuneytinu, þar sem niðurstöður hennar rímuðu grunsamlega mikið við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Sjá nánar: OECD skýrslan sögð „pöntuð“ og ótrúverðug:„Inniheldur marga af blautustu draumum Sjálfstæðisflokksins“

Línuritið sem rataði ekki í kynningargögnin

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við HÍ, vekur athygli á því á Facebook að línurit um jaðarskatta hér á landi, sem er í  OECD skýrslunni, hafi ekki verið í kynningargögnum íslenskra stjórnvalda:

 „Þetta línurit sýnir virka jaðarskatta á launatekjur á Íslandi samanborið við virka jaðarskatta á samskonar tekjur á Norðurlöndum og í OECD í heild. Eins og sjá má er jaðarskattur á lágar tekjur og meðaltekjur miklu hærri á Íslandi en bæði á hinum norðurlöndunum og í OECD. Munar þar 10 til 20 prósentustigum fyrir allra lægstu tekjurnar og tæpum tuttugu prósentum fyrir miðlungstekjur. Það er greinilegt að það er grundvallarmunur á því hvernig jaðarskattar og skerðingar bótaflokka á borð við barnabætur og vaxtabætur vinna saman á Íslandi annars vegar og annars staðar í OECD hins vegar! Er ekki ráð að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins fari að líta í kringum sig í heiminum og velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en hinar séríslensku jaðarskatta- og skerðingarleiðir?“

Línuritið er hinsvegar að finna í skýrslunni sjálfri:

Hreint helvíti

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi tekur undir orð Þórólfs og segir Ísland út úr öllu korti þegar komi að jaðarsköttum hinna verst stöddu:

„Stjórnvöld hafa búið hér til hreint djöfullegt skattkerfi fyrir fólk sem er með tekju undir meðaltali og hreint helvíti fyrir fólk sem er með tekjur sem er 70% af meðaltekjum eða þaðan af lægri. En stjórnvöld hafa búið til skattkerfi sem er með gjöfult og gott fyrir fólk með 50% hærri tekjur en meðaltekjur og þar fyrir ofan; þær tekjur sem stjórnmálaelítan og auðvaldið skammtar sjálfri sér. Þetta línurit sýnir því betur en margt annað að hér ríkir þjófræði, það fólk sem náð hefur völdum hefur sveigt öll grunnkerfi samfélagsins að eigin þörfum og hagsmunum en kúgar aðra miskunnarlaust.“

Mun meira tekið af tekjulágum á Íslandi

Gunnar Smári ber saman hvað íslenska ríkið tekur af tekjulágum annarsvegar og tekjuháum hinsvegar, í samanburði við Norðurlöndin:

„Ef við túlkum línuritið yfir í tölur þá sést þarna að íslensk stjórnvöld taka 54 krónur af hverjum 100 krónum sem fólk með 276 þús. kr. á mánuði aflar sér en meðaltal Norðurlandanna er 38 krónur. Ef kona með 276 þús. kr. á mánuði fær sér aukavinnu og aflar sér 200 þús. kr. á Íslandi bætir hún 92 þús. kr. við ráðstöfunartekjur sínar en myndi bæta 130 þús. kr. við þær ef miðað er við meðaltal Norðurlandanna. Íslenskt skattyfirvöld taka til sín 38 þús. kr. meira af þessari fátæku konu.

Ef maður með 1,1 m.kr. á mánuði (þingfararkaup/laun oddvita borgarstjónarflokks í meirihluta) fær 200 þús. kr. fyrir að setja stjórnar- eða nefndarfund einu sinni í mánuði (t.d. í stjórn Strætó) heldur hann 104 þús. kr. eftir af launum sínum en fengi 88 þús. kr. ef við byggjum við sambærilegt kerfi og Norðurlöndin; hér fær hinn betur launaði 16 þús. kr. meira en hin láglaunaða 38 þús. kr. minna. Hvílík skömm!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið