fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Kristín Þórsdóttir, forynja Kvennahreyfingarinnar, skrifar opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, barna- og félagsmálaráðherra, í Kjarnann í dag. Fer hún fram á hærri greiðslur úr fæðingarorlofssjóði en áætlað er og segir aðferðafræðina sem notuð sé til útreikninga ganga gegn kynjajafnrétti.

Ásmundur hyggst lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í 12, sem og hækka hámarksgreiðslur þess, verði frumvarp hans að lögum á yfirstandandi þingi. Tvöfaldar sú aðgerð heildarútgjöldin til málaflokksins frá 2017, úr 10 í 20 milljarða.

Sjá nánar: Hyggst lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur – Útgjöldin tvöfaldast frá 2017

Þóra Kristín segir þetta gleðiefni, en vill að gengið verði lengra:

„Hitt er leið­in­legra og það er að greiðslu­há­markið verð­ur­ enn­þá of lágt til að flestir for­eldrar geti með góðu móti tekið sér heils­árs fæð­ing­ar­or­lof.“

Hrunið og ofurlaunastrákarnir

Þóra rekur síðan hvers vegna þurfti að setja þak á greiðslur úr sjóðnum :

„Í upp­hafi var ekki þak á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslum annað en að þær voru alltaf mið­aðar við fyrri laun. Svo þegar nokkrir ofur­launa­strákar voru nán­ast búnir að tæma sjóð­inn þótti sýnt að eitt­hvert þak þurfti að vera. Það var sett (svo fólk fékk 80% af laun­unum sínum en aldrei hærra en X) og svo var þetta þak lækkað í skrefum þar til það end­aði í 535 þús­und 2008. Þá kom kreppa.“

Aðeins að nafninu til

Þóra nefnir síðan hvernig vinstristjórnin lét velferðakerfið finna fyrir niðurskurðarhnífnum, sem gerði það að verkum að hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði voru komnar niður í 300 þúsund árið 2010. Nú séu þær í 520 þúsundum og stefnt sé á að þær verði 600 þúsund með frumvarpi Ásmundar, en þar með sé ekki öll sagan sögð:

„Fljótt á litið virð­ist því vera að á 2020 muni greiðslu­há­markið loks­ins verða hærra en það var fyrir kreppu og það meira að segja nokkuð hærra. En það er það aðeins að nafn­inu til, í krónum talið. Það vantar nefni­lega enn nokkuð upp á að greiðslu­há­markið nái að virði því sem það var.“

Gangi gegn kynjajafnrétti

Þóra rekur síðan hvernig launahlutfallið hefur breyst frá árinu 2008, en miðgildi heildarlauna hefur hækkað um 71% á þeim tíma, sem geri það að verkum að hámarkið úr fæðingarorlofssjóðnum sé ennþá lægra en heildarlaun yfir helmings launafólks í fullu starfi árið 2018. Þá hafi laun hækkað á þessu ári og muni gera það einnig á næsta ári, þegar breyting Ásmundar kemur til framkvæmda.

„Auk þess að lengja orlofs­tím­ann er nefni­lega tvennt sem þarf nauð­syn­lega að gera. Fyrir það fyrsta gengur það mjög gegn hug­myndum um kynja­jafn­rétti að reikna orlofs­greiðslur sem hlut­fall af fyrri laun­um. ­Sjálf­sagt er að miða við síð­ustu átján mán­uði fyrir fæð­ingu, en hafa verður í huga vegna launa­munar munu karlar alltaf hafa þarna for­skot, sama hver við­mið­un­ar­tím­inn er. T.d. er kona í frjó­sem­is­með­ferð ólík­leg til að bæta við sig vinnu til að hækka mögu­lega vænt­an­legar fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­ur,“

segir Þóra og minnist á að konur séu gjarnan einar um framfærslu barna sinna sem einstæðar mæður og því sé það sérstök hegning fyrir þær að greiðslurnar séu skertar:

„En vilji fólk setja slíkar skerð­ingar á er að minnsta kosti sjálf­sögð krafa að þær eigi aðeins við um tekju­hærri hlut­ann, þannig til dæmis að fólk sem ekki næði mið­gildi heild­ar­launa fólks í fullu starfi (þ.e. helm­ingur launa­fólks) fengi óskertar greiðslur en fólk um og yfir mið­gildi fengi 80% fyrri launa, upp að settu marki.“

Hærri greiðslur = Leiðrétting

Þóra segir að önnur lausn sé að hækka greiðslurnar úr fæðingarorlofssjóði enn frekar:

„Best væri að ákvarða ekki ákveðna fjár­hæð sem síðan breyt­ist ef og þegar ráð­herra vill, heldur binda þær við þróun efna­hags­ins svo þær haldi virði sínu. Ljóst er að hámarks­greiðsl­urnar þurfa að vera þannig að meiri­hluti launa­fólks verður ekki fyrir tekju­skerð­ingu á meðan á orlofi stendur og þar þarf að líta til karl­anna, enda launa­hærri og síður lík­legri til að taka fullt orlof,“

segir Þóra og bætir við :

„Lang eðli­leg­ast þætti mér að taka til­lit til allra launa karla í fullu starfi í þessum útreikn­ingum og miða jafn­vel bara við með­al­talið. Að vísu er sá hængur á að þar sem tíma tekur að vinna þessar upp­lýs­ingar þá liggja þessar tölur ekki fyr­ir­ ­fyrr en 1-2 árum síð­ar, svo miða þyrfti við laun karla eins og þau voru fyrir tveimur árum og marg­falda með ein­hverjum stuðli. Fyrir 2020 myndi það þýða að hámarks­greiðslur fæð­ing­ar­or­lofs yrðu 783.000 að við­bættri leiðrétt­ingu vegna áætl­aðra launa­hækk­ana. Raunar þarf ekki einu sinni að kalla þetta hækkun heldur má kalla þetta leið­rétt­ingu.“

Þóra hefur ákveðna tölu í huga sem sé ásættanleg:

„Árið 2008, þegar hámarkið var 535 þús­und, voru karlar nefni­lega með heild­ar­laun að upp­hæð 492 þús­und að með­al­tali. Hámarks­greiðsl­urnar vor­u sum sé tæp­lega 9% hærri en heild­ar­laun meðal­jóns. Svo ef við gefum okkur að laun hafi hækkað um 2% á yfir­stand­andi ári að með­al­tali þá væri það nokkuð nærri lagi að telj­ast leið­rétt­ing ef hámark fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna yrði sett 783000*1,11= 869 þús­und. Segjum bara 870 þús­und slétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund