fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Björn Leví: „Reynt er að fara fögrum orðum um sama gamla draslið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 10:20

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er í nöp við hugtakið „velsældarhagkerfi“. Hann ritar um nafngiftina í Morgunblaðið í dag:

„Nýlega hafa stjórnmálamenn byrjað að nota orðið „velsældarhagkerfi“. Ef ég myndi heyra stjórnmálamann nota þetta orð þá myndi mér strax detta í hug að þetta væri einver orwellísk nýlenska (e. newspeak) þar sem reynt er að fara fögrum orðum um sama gamla draslið. Það er því að vissu leyti skiljanlegt að þessi hugmynd hafi strax í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verði uppnefnd vansældarhagkerfi. Fyrir þá sem hafa hins vegar skoðað kerfið á bak við nafnið átta sig hins vegar strax á því hversu mikla vanþekkingu það sýnir að nota slíkt uppnefni.“

Ónákvæmt orð og gildishlaðið

„Velsældarhagkerfi er gildishlaðið orð og alltaf þegar slík orð eru notuð þá skal fara varlega í að trúa á þau í blindni. Það er ekkert sjálfgefið við að orðið sem er notað til þess að lýsa fyrirbærinu sé nákvæmt. Það fæst til dæmis ekki sjálfkrafa velsæld með því að búa í velsældarhagkerfi. Þegar stjórnvöld sýna glansmynd á að skoða bak við tjöldin. Ég hafði smá forskot í því vegna þess að ég var byrjaður að setja upp þingmál um slíkt velsældarhagkerfi í vor eftir að Nýja-Sjáland gaf út fjárlög byggð á velsældarkerfi OECD. Ég kynnti mér forsendur þeirra fjárlaga og las um þetta OECD-kerfi og áttaði mig á því að þetta hentaði fullkomlega inn í ramma nýsamþykktra laga um opinber fjármál hérna á Íslandi. Ramma sem stjórnvöld hérna eiga dálítið erfitt með að láta virka enn sem komið er. En velsældarhagkerfið er einmitt púslið sem vantar til að allt passi saman.“

Ekki bara efnahagslegur vöxtur

Björn segir að skoða þurfi innihaldið, en ekki nafnið eða hvort um sé að ræða nákvæman merkimiða fyrir aðferðafræði hagkerfisins:

„Velsældarhagkerfið er ákveðið samnefni um aðferðir til þess að mæla hversu vel samfélögum gengur út frá ýmsum mælikvörðum. Ekki bara út frá landsframleiðslu heldur líka við hversu góða heilsu borgarar samfélagins búa, hvernig vinnuálag allir búa við, gæði og framboð á húsnæði og svo framvegis. Hvaða mælikvarðar eru notaðir er mismunandi á milli velsældarkerfa en mörg nota þau svipaðar aðferðir,“

segir Björn Leví og minnist á mælikvarða OECD fyrir „uppskriftina“ að velsældarsamfélagi, þar sem grunnstoðum samfélagsins sé skipt í náttúruauð, félagsauð, mannauð og efnahagslegan auð:

„Ólíkt núverandi hagkerfi þar sem efnahagskakan snýst eingöngu um að hámarka efnahagslegan auð þá er þarna lögð áhersla á að horfa yfir samfélag út frá víðara sjónarhorni. Með fleiri og nákvæmari viðmiðum um árangur breytast líka áherslur stjórnvalda. Markmið þeirra verður ekki bara að stækka kökuna, sem nánast enginn fær hvort eð er bita af, heldur að leggja fram hlaðborð þar sem eitthvað er fyrir alla. Ekki bara efnahagslegur vöxtur sem hefur bara leitt til misskiptingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund