fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Rukkað í Reykjavík: Gjaldskylda á sunnudögum og til 20 á kvöldin – „Harka­leg­ar aðgerðir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulags- og samgönguráð samþykkti í gær að lengja gjaldskyldu til klukkan 20 á „vinsælustu“ stöðunum, auk þess að taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, greindi frá þessu á Twitter í gærkvöldi:

Verð fyrir gjaldskyld bílastæði hækkaði þann 1. febrúar síðastliðinn en dýrasta svæðið (P1) kostar nú 370 krónur klukkustundin, en ódýrasta svæðið (P4) kostar 190 krónur klukkustundin.

Ekki hefur verið rukkað fyrir bílastæði á sunnudögum hingað til og aðeins til klukkan 18 á virkum dögum.

 

Ákvörðunin var tekin á grundvelli niðurstaðna og tillagna stýrihóps Reykjavíkurborgar um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum, en samkvæmt samgönguverkfræðingi sem var ráðgjafi hópsins, má rekja um 30% allrar umferðar í Reykjavík til þess að ökumenn séu að leita að bílastæði.

Sjá nánar: Um 30% borgarumferðar má rekja til leitar ökumanna að bílastæðum – Tillögur Reykjavíkurborgar eru að auka gjaldheimtu, líka á sunnudögum

Harkalegar aðgerðir

Tillögurnar voru samþykktar af meirihlutanum með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Sjálfstæðismenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu, en Flokkur fólksins lagði fram bókun um að aðgerðirnar snerust um að gera bíleigendum erfitt fyrir og afleiðingarnar yrðu þær að fólk hætti að sækja miðbæinn heim.

„Þetta eru harka­leg­ar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsi­leg­an kost.“

Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi:

  • Verð gjaldskyldra bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting á borgarlandi sé um 85%, eða 1-2 laust bílastæði á skilgreindum götulegg/svæði.
  • Gjaldskyldutíminn sé lengdur og gjaldskylda tekin upp á sunnudögum þar sem þörf er á til að stýra bílastæðanýtingu með skilvirkari hætti en í dag eru fjölmargar verslanir, veitingastaðir og kaffihús opin í miðbænum á sunnudögum, ólíkt því sem áður var.
  • Gjaldskrá bílastæða verði breytt árlega byggt á gögnum sem safnað er reglulega.
  • Setja megi kvöð um hámarkstíma ökutækja í bílastæðum til að tryggja að bílastæði við verslanir og þjónustu séu fyrst og fremst nýtt af viðskiptavinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“