fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

BSRB krefur stjórnvöld um meiri skattheimtu og styttri vinnuviku

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 16:00

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formannaráð BSRB fundaði í dag og samþykkti tvær ályktanir. Ráðið skorar á stjórnvöld að ganga án frekari tafa að kröfum bandalagsins um styttingu vinnuvikunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum og telur það fullkomlega óásættanlegt hversu hægt hefur gengið í viðræðunum fram að þessu.

Þá fagnar formannaráðið lækkandi álögum á tekjulægstu hópana í fjárlagafrumvarpinu og kallar eftir því að tekjutapi ríkissjóðs vegna þessa verði mætt með aukinni skattheimtu af tekjuhæstu hópunum, með auðlindagjaldi og með hærri fjármagnstekjuskatti.

Lesa má ályktanir BSRB í heild sinni hér að neðan:

Ályktun formannaráðs BSRB um fjárlög ársins 2020

Formannaráð BSRB fagnar því að skattbyrði þeirra tekjulægstu lækki samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en lýsir áhyggjum af því að skattalækkunin hefur ekki verið fjármögnuð. Kostnaðurinn við skattkerfisbreytingarnar verður um 21 milljarður á ári þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda. Formannaráð BSRB telur að mæta eigi því tekjutapi sem ríkissjóður verður fyrir vegna þessa með aukinni skattheimtu af þeim sem hæstar tekjur hafa, með auðlindagjaldi og hærri fjármagnstekjuskatti. Það er ótækt með öllu að tekjutapið leiði til niðurskurðar og aðhalds í opinberri þjónustu, sem mun leiða af sér lakari þjónustu við almenning og aukið álag á starfsfólk. Formannaráðið vill að tryggt verði að aukin útgjöld til barnabóta skili sér í vasa foreldra. Afgangur verður af fjárheimildum vegna barnabóta á yfirstandandi ári þar sem skerðingarhlutföll eru allt of lág. Formannaráð BSRB krefst þess að hækkun skerðingarmarka verði umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir svo aukið fé í þennan mikilvæga málaflokk skili sér sannarlega til barnafjölskyldna. Formannaráð BSRB fagnar því að lengja eigi fæðingarorlofið en kallar eftir því að lengingin skiptist jafnt milli foreldra. Þá þarf að tryggja að hámarksgreiðslur hækki til samræmis við launaþróun og tryggja að greiðslur um eða undir lágmarkslaunum skerðist ekki.

Ályktun formannaráðs BSRB um kjaraviðræður

Formannaráð BSRB skorar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi á vinnumarkaði og ganga að kröfum bandalagsins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í kjarasamningsviðræðum sem nú standa yfir. Kjarasamningar nær allra 22 þúsund félagsmanna BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl og fullkomlega óásættanlegt hversu hægt hefur gengið í viðræðum um nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög. Megináherslur BSRB í viðræðunum eru skýrar; að allir geti lifað af laununum sínum og stytting vinnuvikunnar. Formannaráð BSRB kallar eftir því að viðsemjendur semji án frekari tafa um styttingu vinnuvikunnar þar sem horft er til þeirrar aðferðafræði sem viðhöfð var í tilraunaverkefnum ríkis og Reykjavíkurborgar. Stytting vinnuvikunnar skilar gagnkvæmum ávinningi fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur. Starfsfólk í almannaþjónustu upplifir mikið álag, sér í lagi vaktavinnufólk. Sífellt fleiri finna fyrir sjúklegri streitu og einkennum kulnunar og hverfa jafnvel af vinnumarkaði í lengri eða skemmri tíma með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Tilraunaverkefni sýna að stytting vinnuvikunnar er góð leið til að vinna gegn þessari þróun. Þau sýna líka að styttingin bitnar ekki á afköstum eða þeirri þjónustu sem starfsfólk í almannaþjónustu veitir. Formannaráð BSRB hafnar því alfarið að stytting vinnuvikunnar kalli á eftirgjöf á kaffitímum eða öðrum réttindum starfsmanna. Kostir styttingar eru augljósir fyrir atvinnurekendur ekki síður en starfsfólks enda bein verðmæti fólgin í bættri líðan starfsfólks og lægri tíðni veikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“