fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Stefán Ólafsson: Efling vill ganga lengra

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:30

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi, birtir umsögn Eflingar um fyrirhugaðar skattabreytingar stjórnvalda á Eyju-bloggi sínu í dag. Þar kemur fram gagnrýni á fyrirhugað fyrirkomulag, þó svo um sé að ræða efndir á loforði stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna og komið sé til móts við kröfur þeirra samkvæmt kjarasamningum síðasta veturs:

„Í megindráttum er komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningarþrep sem færir þeim tekjulægstu um 10.000 króna skattalækkun á mánuði þegar allt verður fram komið, þ.e. á næstu tveimur árum. Skattalækkunin er mest hjá þeim sem hafa mánaðartekjur á bilinu 325.000 til 375.000 króna, en fjarar svo út með hærri tekjum. Þeir sem fá mest fá nálægt 120.000 krónum á ári í lækkun tekjuskatts. Stjórnvöld höfðu áður, þann 19. febrúar 2019, kynnt hugmyndir sínar um skattalækkun, að hámarki 6.750 krónur, sem kæmi til framkvæmda á þremur árum. Verkalýðshreyfingin náði því betri niðurstöðu en útlit var fyrir í febrúar. Því má fagna. En lengra þarf að ganga.“

Tvöfalt skattkerfi

Stefán vísar í skýrslu sem hann og Indriði H. Þorláksson unnu fyrir Eflingu, úttekt um stöðu og þróun skattbyrðar lágtekjufólks og tillögur um sanngjarnara skattkerfi. Þær gerðu ráð fyrir því að lækka skatta umtalsvert meira fyrir lág- og millitekjuhópa. Það mætti fjármagna að hluta með því að hækka álagningu á hæstu tekjur og að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við launatekjur, eða að minnsta kosti jafn mikið og að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Einnig voru útfærðar í skýrslunni margvíslegar umbótatillögur um eðlilegri skattheimtu, svo sem með því að draga verulega úr skattaundanskotum:

„Við höfum búið við tvöfalt skattkerfi, þar sem eignafólk hefur notið mun lægri álagningar á fjármagnstekjur en launafólk og sloppið við að greiða útsvar af þeim. Auk þess hefur álagning á hæstu tekjur verið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Stjórnvöld hafa á síðustu áratugum einnig reynt ítrekað að færa skattbyrði af þeim sem fá háar tekjur og eiga mikinn auð yfir á þá sem vinna fyrir lægst laun. Ekki er tekið á þessu í fyrirhuguðum skattkerfisbreytingum núna.

Sú niðurstaða sem nú er orðin sýnir þó að hægt er að ná umtalsverðum árangri í að lækka skattbyrði láglaunafólks án þess að raska fjármálum hins opinbera á nokkurn hátt – og það jafnvel á samdráttartíma eins og nú er. Ef farið hefði verið að tillögum Eflingar um frekari tekjuöflun með hátekjuskatti, eðlilegri fjármagnstekjuskatti, auðlegðarskatti, hærri auðlindagjöldum og virkari aðgerðum gegn undanskotum þá hefði vissulega mátt ganga mun lengra í að bæta kjör lægri og milli tekjuhópa,“

segir Stefán.

Hafnar veggjöldum

Stefán segir að Efling leggist gegn öllum hugmyndum um aukna skattbyrði á þá tekjulægstu:

„Efling leggur áherslu á að þetta verði áframhaldandi verkefni í skattaumbótum á komandi árum og mun leggja sitt af mörkum til að ná því fram. Efling hafnar einnig öllum hugmyndum um nefskatta, svo sem veggjöld, og aukna greiðsluþátttöku í velferðarkerfinu, sem leggst alla jafna með mestum þunga á þá sem hafa lægri tekjur. Með réttlátu skattkerfi er hægt að efla velferðarkerfi fyrir alla og stemma stigu við samfélagi sem býður hágæða þjónustu fyrir hálaunafólk, en lágmarksþjónustu fyrir þau tekjulægstu. Nú hefur náðst áfangi á þessari leið, sem eflir trú okkar á að hægt sé að ganga mun lengra í átt til sanngjarnara skattkerfis fyrir alla. Útrýma þarf sérstökum fríðindum til tekjuhárra og eignamikilla einstaklinga eins og núverandi kerfi býður upp á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum