fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Mismikil ánægja meðal þingmanna með sætaskipan í þingsal

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 08:00

Úr þingsal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Alþingi kom saman á þriðjudaginn var dregið um sætaskipan í þingsal eins og venja er. Sætin þykja misgóð og þingmenn eru missáttir við sessunauta sína. Þingflokksformenn njóta vissra forréttinda því dregið er um ákveðin sæti fyrir þá sem eru með góðu aðgengi enda eru þeir mikið á ferðinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft eftir Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni væntanlega geta rætt um knattspyrnu við Willum Þór Þórsson, þingmann Framsóknarflokksins, sem mun sitja honum á hægri hönd.

„Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati.“

Er haft eftir Brynjari sem sagðist einnig ekki vera viss um að samtöl hans við Rósu Björk Brynjólfsdóttir, þingmann Vinstri grænna, verði með sama hætti en hún mun sitja honum á vinstri hönd. Hann sagðist telja þau eiga lítið sem ekkert sameiginlegt, svo vitað sé.

„Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila.“

Sagði Brynjar og tók Rósa Björk undir það:

„Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann.“

Sagði hún um nýja sessunaut sinn.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist hlakka til at fá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem sessunaut.

„Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman.“

Sagði hann um Ingu sem mun sitja honum á hægri hönd.

Hann sagði jafnframt að töluverð spenna sé þegar dregið er um sæti því staðsetning þeirra sé mismunandi. Vegna hönnunar þingsalsins séu sum sæti verri en önnur. Sætin í miðjum salnum séu óvinsælust því troðast þurfi framhjá þingmönnum til að komast að og frá eigin sæti. En þingflokksformönnum er úthlutað sætum með „smá svindli“ sagði Birgir. Þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir vegna starfa sinna og því er aðeins dregið úr góðum sætum fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa