fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 12:30

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem sætt hefur harðri gagnrýni fyrir að  bregðast of seint við húsnæðiskreppunni og einblínt á lúxusíbúðir í miðbænum í stað lítilla og ódýrra íbúða fyrir fyrstu kaupendur, mundar lyklaborðið í dag vegna úttektar Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu.

Í henni segir að viðsnúningur hafi orðið, þar sem nú séu 2.4 prósent færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra:

„Talningar SI á íbúðum í byggingu hafa undanfarin ár borið með sér að framundan væri vaxandi fjöldi fullbúinna íbúða að fara á markað. Nú virðast hins vegar vera ákveðin vatnaskil í þessum tölum sem benda til þess að fjöldi fullbúinna íbúða kunni að fækka á næstu misserum. Endurspeglast þetta í spá SI um fjölda fullbúinna íbúða 2019-2021./

Talningin sýnir að viðsnúningur er í íbúðabyggingum en á sama tíma í fyrra mældist 18,6% fjölgun íbúða í byggingu á svæðinu. Fækkun er fyrst og fremst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en viðlíka fjöldi af íbúðum er nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í mars sl. samkvæmt talningunni. Niðurstaða talningarinnar endurspeglar þéttingastefnu stærstu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríflega helmingur allra íbúða í byggingu í Reykjavík og Kópavogi eru á slíkum reitum.“

Þá er greint frá því að fækkunin sé mest í íbúðum á fokheldum íbúðum, eða 18.3 prósent, samanborið við 28% vöxt á síðasta ári:

„Í heild hefur íbúðum á þessu byggingarstigi því fækkað um 20,2% á einu ári. Af niðurstöðum talningarinnar má dæma að byggingaraðilar eru að öllum líkindum að bregðast við breyttum horfum í efnahagsmálum.“

Glasið hálffullt, en ekki hálftómt

Borgarstjóri túlkar talninguna hinsvegar sér í hag þar sem um 400-500 íbúðir vanti í tölur Samtaka iðnaðarins:

„Reykjavík er eina sveitarfélagið þar sem íbúðum í byggingu fjölgar miðað við nýja talningu Samtaka iðnaðarins sem birt var í morgun. Líkt og áður telja SI ekki stúdentaíbúðir og hjúkrunaríbúðir þannig að á bilinu 400-500 nýjar íbúðir í byggingu vantar inn í tölurnar frá Reykjavík. Það væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum en þá var jafnframt hægt að skoða þau á kortagrunni. Punkturinn varðandi fjölgun íbúða í Reykjavík kemur ekki fram í fréttatilkynningu né í fréttum hingað til en hægt er að sjá hana á skýringarmynd þegar greiningin er skoðuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““