fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Sigmundur gagnrýndi ræðu Katrínar: Sagði þá sem tala mest oft nálgast málin á kolrangan hátt

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 21:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir fjallaði mikið um baráttuna við loftlagsvandan í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

„Við höfum alltaf þurft að lesa skilaboð náttúrunnar og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um heim allan,“ sagði Katrín meðal annars.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var næstur upp í pontu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og talaði trekk í trekk um „sýndarpólítík“.

Einnig talaði Sigmundur um loflagsmál þar sem hann sagði:

„Þau eru vissulega stórt mál og mikilvægt, en þau eiga það sameiginlegt með öðrum málum sem vekja athygli, að þau sem tala mest um þau, nálgast þau oft á kolrangan hátt.“

Þessi ummæli Sigmundar verða að teljast ansi sérstök þegar hugsað er um hið umtalaða orkupakkamál, en þá var það einmitt flokkur Sigmundar, Miðflokkurinn sem talaði langmest allra flokka.

Sigmundur talaði einnig um valdaójafnvægi í ríkisstjórninni og gaf í skyn að Vinstri Grænir hefðu mikla stjórn á hinum ríkisstjórnarflokkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins