fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sósíalistar mælast stærri í Reykjavík en Framsókn – Gunnar Smári sármóðgaður

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun Zenter á fylgi flokkanna fyrir Fréttablaðið hefur vakið athygli í morgun, ekki síst fyrir þær sakir að Framsóknarflokkurinn mælist í lægstu lægðum með einungis 6.2 prósent. Stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson, gleðst yfir því að á höfuðborgarsvæðinu mælist hans flokkur stærri en Framsóknarflokkurinn, en hann undrast af hverju kannanir Fréttablaðsins mæla ekki fylgi Sósíalistaflokksins sérstaklega, líkt og gert sé í öðrum könnunum:

„Fréttablaðið þráast enn við að spyrja sérstaklega um Sósíalistaflokkinn og/eða birta stöðu hans þótt bæði MMR og Gallup hafi gert það allt þetta ár, enda erfitt að lesa í stöðuna án þess að fá upplýsingar um stöðu sósíalista. Það sést á þessari könnun, þar kemur fram að Viðreisn hefur dregið til sín mest fylgi frá kosningum, 4,7 prósentustig, en þar næst kemur Annað, með 3,7 aukningu um prósentustig frá kosningum. Hjá MMR eru Sósíalistar 2/3 af samanlögðum Sósíalistaflokki og Annað og hjá Gallup um 97,5%. Við vitum ekki hversu mikið af fylgi sem kallað er Annað hjá Fréttablaðinu er Sósíalistaflokkurinn, en það er kominn tími fyrir blaðið að taka hann með í kannanir sínar og geta hans í frásögnum af þeim. Sem er reyndar gert í aukasetningu í dag, en það kemur fram að Sósíalistaflokkurinn er stærri en Framsókn í Reykjavík. Það virkar ankannalega að mæla sósíalista ekki sérstaklega þegar flokkurinn Annað er kominn yfir 5% þröskuldinn, farinn að mælast með þrjá þingmenn.“

Áður óséð mynstur

Gunnar Smári segir fátt annað markvert í könnun Fréttablaðsins, nema helst það að hún staðfesti sókn Viðreisnar í sumar og tap hjá Pírötum, sem skýrist af móttökunum sem Birgitta Jónsdóttir fékk er hún reyndi að ganga tilliðs við flokkinn að nýju, með litlum árangri. Þá eigi það eftir að koma í ljós hvort hrun Framsóknar sé raunverulegt eða ekki, þegar niðurstöður annarra kannanna koma í ljós.

„Það hefur verið nokkur hreyfing á fylgi milli Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á kjörtímabilinu; um tíma var Samfylkingin áberandi stærst, síðan virtist sem Píratar ætluðu að verða stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en eftir að þessir tveir hafa dalað aftur og Viðreisn vaxið eru þessir þrír ósköp svipaðir í síðustu könnunum.

Miðað við niðurstöður þessarar könnunar er ríkisstjórnin kolfallin, hefur aðeins fylgi fyrir 28 þingmönnum. Kannski er líklegasta ríkisstjórnin í þessari könnun viðreisn með litlum staf; Sjálfstæðisflokkur (eftir frjálslynt vink með skipun dómsmálaráðherra), Samfylking og Viðreisn með 33 þingmenn. Þetta ríkisstjórnarmynstur hefur ekki áður á kjörtímabilinu haft meirihluta í könnunum. Reykjavíkurmeirihlutinn, SCPV, er með 35 þingmenn og hægri stjórn DCM er með 32 þingmenn.

En þar sem bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn eru rétt undir 5% þröskuldinum er varasamt að leggja of mikið upp úr þingmannaskiptum. Ef þessir tveir flokkar ná sitthvorum þremur þingmönnunum fellur meirihluti DSC úr 33 þingmönnum niður í 29 þingmanna minnihluta.“

Sjá einnig: Fylgi Framsóknarflokksins minnkar – Lítil áhrif af orkupakkamálinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?