fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Ráðherrar pirraðir á fyrirspurnum Björns Leví: „Er dálítið þjálfaður í því að spyrja spurninga“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 13:05

Björn Leví Gunnarsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt þing, hið 150. í röðinni, verður sett í dag klukkan 14. Á vef Alþingis er tölfræði 149. þings opinberuð. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 570. Flestar komu frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, eða alls 81. Næst í röðinni er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins með 41 fyrirspurn.

Björn Leví greinir frá ástæðunni fyrir spurningaáráttu sinni á vef RÚV:

„Nokkrar af þessum fyrirspurnum eru til allra ráðherra, þannig að það hefur kannski áhrif á fjöldann. En ég kem upprunalega úr gæðaeftirlitsstarfi sem gerir það að verkum að ég er dálítið þjálfaður í því að spyrja spurninga. Svo er ég líka í fjárlaganefndinni þar sem við erum náttúrulega að glíma við mjög stór mál sem varða skattfé almennings. Þar koma oft upp fyrirspurnarmál sem við þurfum að fylgja eftir,“

segir Björn.

Pirringur meðal ráðherra

Aðspurður um hverju þetta skili segir hann:

„Það skilaði því alla vega í tilviki launa- og kostnaðarupplýsinga þingmanna að það er núna birt reglulega og opinberlega. Loksins þegar kom svar við því þá var ekki hægt annað en að hafa þetta reglulegt. Margar af fyrirspurnum mínum snúast einmitt um það að spyrja um gögn sem ættu að vera aðgengileg án þess að þurfa að spyrja sérstaklega um það.“

Björn Leví segir að ráðherrar pirrist stundum við allar þessar fyrirspurnir, þar sem það sé á höndum fárra að svara slíkum spurningum:

Jú, pínulítið. Nú er held ég í utanríkisráðuneytinu, og kannski einhverjum fleirum, farið að taka fram í lok fyrirspurnar hversu langan tíma tók að svara fyrirspurn, sem mér finnst bara mjög sniðugt.“

28 fyrirspurnum ekki svarað

Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 49 og var þeim svarað en ein var kölluð aftur. 520 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 477 þeirra svarað, 15 voru kallaðar aftur en 28 skrifleg svör bárust ekki.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 1025 og tala prentaðra þingskjala var 2107.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 264. Sérstakar umræður voru 35.

Samtals voru haldnir 572 fundir hjá fastanefndum.

  • Þingfundir voru samtals 133 og stóðu í rúmar 886 klukkustundir á 149. löggjafarþingi.
  • Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 39 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 147 klst. Þingfundadagar voru alls 116.
  • Af 262 frumvörpum urðu alls 123 að lögum, 135 voru óútrædd, eitt var kallað aftur, tveim var vísað til ríkisstjórnarinnar og eitt ekki samþykkt. Af 152 þingsályktunartillögum voru 50 samþykktar, 99 tillögur voru óútræddar og þrem var vísað til ríkisstjórnarinnar.
  • 24 skriflegar skýrslur voru lagðar fram, þar af fjórar samkvæmt beiðni. Alls komu fram 16 beiðnir um skýrslur, þar af 14 til ráðherra og 2 til ríkisendurskoðanda. Átta munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Sjá yfirlit um tölfræði þingfunda og stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”