fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Meðalaldur íbúða hækkar þrátt fyrir aukna byggingarstarfsemi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalaldur íbúða hækkar þrátt fyrir aukna byggingarstarfsemi, samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Er þetta fyrsta lækkunin í hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010, en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Sú fjölgun náði þó ekki að lækka meðalaldur íbúða í kaupsamningum, sem hækkað hefur úr 28 árum í 36 ár frá árinu 2007.

Virkari samkeppni með fleiri nýbyggingum
Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða minnkað úr 30% niður í 9% á á árunum 2014 til 2018, sem gefur til kynna minnkandi arðsemi. Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta bendir til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.

Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega
Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu 6 mánuðum lækkað lítillega frá því í mars í fyrra, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár.

Íbúðauppbygging ójöfn eftir sveitarfélögum
Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu, en fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Sterk fylgni er milli uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og vexti atvinnutekna annars vegar og fjölgun íbúðahúsnæðis hins vegar, en í sumum sveitarfélögum hafa þó fáar íbúðir verið byggðar þrátt fyrir hærri atvinnutekjur og aukið atvinnuhúsnæði.

Viðsnúningur í fjölda og tegund íbúðalána frá því í apríl
Eftir að hafa minnkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins jukust íbúðalán í maí, júní og júlí. Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum, en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var  tekinn á föstum vöxtum.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“