fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Fjárlög 2020: Framlög til umhverfismála hækka um milljarð milli ára

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög til umhverfismála hækka um rúman einn milljarð króna milli áranna 2019 og 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og greint er frá í tilkynningu. Er þá ekki meðtalin hækkun vegna launa- og verðlagsbóta sem nema tæpum 400 milljónum króna.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að auka framlög til til loftslagstengdra verkefna á árinu 2020 um 455 milljónir króna. Er það í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaáætlun 2020-2024. Einkum er um að ræða verkefni í tengslum við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Þá er einnig gert ráð fyrir að auka framlög til uppbyggingu innviða, rannsókna og vöktunar á svæðum í íslenskri náttúru um 255 milljónir króna. Enn fremur verða framlög til landvörslu auknar um 270 milljónir króna.

Framlög vegna hringrásarhagkerfisins aukast um tæpar 100 milljónir króna á árinu 2020.

Markmiðið er að draga úr sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og halda verðmætum eins lengi og hægt er í umferð.

Í heildina hafa fjárveitingar til umhverfismála aukist um rúm 24% að raunvirði það sem af er kjörtímabilinu og gert er ráð fyrir enn frekari aukningu á komandi árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”