fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Guðlaugi Þór hótað lífláti: Málið í farvegi hjá ríkislögreglustjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. ágúst 2019 13:06

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflátshótanir sem Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra hafa borist eru komnar í farveg hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Guðlaugur segist ýmsu vanur en átelur Fréttatímann fyrir frétt um meintan hagnað sinn og eiginkonu sinnar, verði af virkjanaáformum í Hólmsá, en í athugasemd við fréttinni á Facebookhóp  birtust skilaboð sem túlka mátti sem beina hótun:

„Maður er ýmsu vanur en í þessu tilfelli er augljóst hver er ásetningurinn með þessari svokölluðu fjölmiðlaumfjöllun. Hins vegar er okkur ráðlagt að líflátshótanir beri að taka alvarlega. Þær hótanir sem mér hafa borist á samfélagsmiðlum vegna þessarar fréttar hafa þegar verið settar í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.“

Sagður hagnast á orkupakkanum

Hótanirnar eru í tengslum við þriðja orkupakkann, en atkvæðagreiðsla um innleiðingu OP3 fer fram á Alþingi næstkomandi mánudag. Fréttatíminn greindi frá því í gær að kona Guðlaugs, Ágústa Johnson, myndi hagnast verulega á virkjanaáformum í Hólmsá, en félag í hennar eigu á hlut í jörðinni Hemrumörk í Skaftárhreppi ásamt vatnsréttindum í ánni.

Segir Fréttatíminn að fari rafmagnsverð hækkandi, líkt og spáð hefur verið með tilkomu þriðja orkupakkans, þá muni miklir fjármunir, um 625 milljónir, renna í vasa utanríkisráðherra og konu hans á næstu 50 árum.

Fréttatíminn greinir hinsvegar ekki frá því að forsenda hækkunar rafmagnsverðs er, ef að héðan verði lagður sæstrengur, sem hvergi er kveðið á um í OP3.

Hótanir í athugasemdum

Í athugasemdum við fréttinni eru ýmis orð látin falla um Guðlaug Þór og þar á meðal er eftirfararandi skrifað á Facebook:

„Hið óhjákvæmilega er að verði þessi svik framin, tökum við á þessu pakki með þeim öflugustu aðferðum sem við höfum…ÞAÐ ER SKYLDA OKKAR AÐ HREINSA ÓVÆRUNA!

  1. Hamar
  2. Nagli
  3. Timbur
  4. Gæðareipi
  5. Böðul

Þá er birt mynd af snöru með orðunum „Orkupakka-karma“

Sjá hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“