fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Er þreytt á þvælunni og segir ekkert að frétta: „Engu líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóra Fréttablaðsins, telur í leiðara sínum í dag að Miðflokksmenn hafi ekki komið fram með neitt nýtt efni varðandi þriðja orkupakkann eftir sumarfrí þingmanna.

Orkupakkinn var ræddur í gær á Alþingi, en Ólöf telur Miðflokkinn hafa nýtt sumarfríið illa til undirbúnings, þar sem ekkert nýtt hafi komið fram á Alþingi í gær:

„Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann.“

Slái ryki í augu fólks

Ólöf nefnir sex atriði sem hún kjarnar í aðalatriði málsins varðandi OP3:

1.Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana.

2.Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng.

3.Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður.

4.Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni.

5.Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé.

6.Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir.

Ólöf segir að með þessi atriði í huga sé erfitt að sjá frá hverju andstæðingar orkupakkans vilji fá undanþágu, nema um sé að ræða undanþágu frá alþjóðlegu samstarfi:

„Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks.“

Kynni sér málin betur og hætti að þvæla

Ólöf sendir andstæðingum OP3 væna sneið er hún nefnir að stuðningur við OP3 aukist meðal fólks í könnunum, eftir því sem það kynni sér málið betur. Með öðrum orðum, þá viti andstæðingar OP3 ekkert um hvað þeir séu að tala um.

Kannanir hafa hingað til sýnt að meirihluti landsmanna er andvígur innleiðingu OP3 og telur Ólöf því að meirihluti landsmanna, ásamt Miðflokknum og Flokki fólksins þurfi að lesa sér betur til, svo hægt sé að fara rétt með staðreyndir:

„Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla.

Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?