fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Meiri eftirspurn eftir Davíð Oddssyni en Guðna Th – „Kannski er DO bara svona miklu vinsælli“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Kr. Þórðarson, sem vakti athygli með framgöngu sinni sem formaður Samtaka umgengnisforeldra og framboði Karlalistans í síðustu borgarstjórnarkosningum, er einnig lunkinn listmálari.

Hann vekur athygli á því á Facebook að mikil eftirspurn hafi verið eftir málverki hans eftir ljósmynd af Davíð Oddssyni, sem hafi loks selst á 100 þúsund krónur:

„Auglýsti aftur Guðna til sölu. Fékk 20 tilboð í DO og fór á 100. Hef ekki enn fengið tilboð í hr Guðna. Svolítið pússlaður yfir því.“

Gunnar vildi í samtali við Eyjuna ekki gefa upp hver keypti myndina af Davíð, en viðurkenndi að það væri þó ekki Davíð sjálfur:

„Ég get ekki upplýst um kaupandann, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið stuðningsmaður. Ég fékk 20 tilboð í myndina, þar af voru fjögur í kringum 100 þúsund krónur, en nei, það var ekki hann sjálfur.“

Gunnar hefur einnig málað mynd af Ólafi Ragnari Grímsyni, Winston Churchill og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en eftirspurnin virðist eitthvað minni af forseta lýðveldisins:

„Myndin af hr. Guðna er ekki verr máluð að mínu mati. Svolítið 3D effect í henni sem sést kannski ekki nema live. Kannski er DO bara svona miklu vinsælli. Þó var nú hefð hér áður fyrr að hafa mynd af sitjandi forseta upp á vegg. Vígdís hékk á ófáum veggjum hér áður. Sjáum hvað setur,“

segir Gunnar.

Sem kunnugt er þá beið Davíð Oddsson lægri hlut fyrir Guðna í forsetakosningunum árið 2016. Fékk hann 13.5 % atkvæða, en Guðni 38.5 %.

Málar ekki vinstrimenn

Aðspurður hvort fleiri þekktir Íslendingar væru á leiðinni á strigann hjá honum, sagðist Gunnar hafa nokkra í huga og taka við pöntunum. Hann vill þó ekki mála vinstrimenn:

 „Ég er ekki búinn að ákveða það, en get staðfest að það verður enginn úr Samfylkingu eða Vinstri grænum. Að mála portrait er mjög persónuleg vinna. Málarinn samsamar sig með myndefninu, amk ef vel á að vera. Maður þarf því að bera virðingu fyrir þeim sem situr fyrir eða fyrirmyndinni. Að fenginni persónulegri reynslu ber ég enga virðingu fyrir kjörnum fulltrúum Samfylkingar og VG. Ég gæti þess vegna ekki málað þá einu sinni í áróðurskyni,“

segir Gunnar, en Eyjan greindi frá því á dögunum að Pálmar Örn Guðmundsson, listmálari, hefði málað fallega mynd af fossinum Drynjanda í Ófeigsfirði á Ströndum, en síðan málað hana svarta í mótmælaskyni við örlög fossins þegar Hvalárvirkjun mun rísa.

Sjá nánar: Pálmar Örn málaði fallega mynd af fossinum Drynjanda – Þú trúir því aldrei hvað hann gerði næst!

Hér má sjá myndir Gunnars af þeim Davíð og Guðna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka