fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hlutfall félagslegra íbúða er lægst í Garðabæ: „Velta ábyrgðinni og kostnaðinum yfir á aðra“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, hafa verið til umræðu undanfarin ár, en þau eru þau hæstu meðal bæjarstjóra á Íslandi og eru til dæmis hærri en hjá kollegum hans í London og New York. Eru þau 2.4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaði DV.

Gunnar viðurkennir sjálfur að launin séu há, en segir þau í samræmi við þá miklu ábyrgð sem hann beri. Samkvæmt því er ábyrgð hans því meiri en ábyrgð borgarstjóra New York og London, þó svo töluverður munur sé á íbúafjölda og stærð.

Kostnaði velt á önnur sveitarfélög

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að einn angi þeirrar ábyrgðar sem Gunnar beri, séu fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ, en Garðabær er með lægsta hlutfall slíkra íbúða af stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, sé miðað við heildaríbúðafjölda, eða 0,7%.

„Ábyrgð já. Skoðum eitt sjónarhorn á þessari ábyrgð. Garðabær er semsagt með lægsta hlutfall félagslegra íbúða allra stóru sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi segja að það er tvímælalaust ábyrgðarhlutverk að taka þátt í því verkefni sem félagslegt húsnæði leysir. Þau sem taka ekki þátt, velta ábyrgðinni og kostnaðinum yfir á aðra – sem eru þá fátækari fyrir vikið og geta síður lagt það af mörkum sem þarf í samfélagsleg verkefni, eða þurfa að setja hærra útsvar,“

segir Björn Leví.

Vikið undan samfélagslegri ábyrgð

Hann bætir við að Garðabær geti með þessu vikið sér undan samfélagslegri ábyrgð og velt kostnaði yfir á önnur sveitarfélög:

„Eina ábyrgðin, frá þessu sjónarhorni, sem ég sé er að framfylgja stefnu um að halda félagslegu húsnæði utan Garðabæjar til þess að hámarka fjölda þeirra sem greiða hátt útsvar til þess að hægt sé að hafa útsvarshlutfall lægra en annarsstaðar … sem leiðir til þess að önnur sveitarfélög í kring, sem víkja sér ekki undan samfélagslegri ábyrgð, þurfa að kosta til meira fjármagni og hafa fleiri félagslegar íbúðir (sem er samt skortur á) og þurfa að hafa hærra útsvarshlutfall.“

Björn Leví segir þennan mun athyglisverðan í ljósi umræðunnar um húsnæðisvandann:

„Þetta er svipuð röðun og í félagslega húsnæðinu. Það þýðir ekki að það sé orsakasamhengi þar á milli en tengingin er óhjákvæmileg þar sem það er kostnaður sem fylgir uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þeir sem þurfa að nýta sér það greiða ekki háar upphæðir í útsvar. Ég vil leggja áherslu á að þetta er eitt sjónarhorn. Það eru tvímælalaust jákvæð sjónarhorn líka, annað væri óhjákvæmilegt í svo ríku sveitarfélagi að ekkert væri nú gert við allan þann pening sem sveitarfélagið hefur á milli handanna. Ég held að þetta sjónarhorn sé hins vegar mjög mikilvægt því það hefur verið húsnæðisskortur á undanförnum árum, sérstaklega fyrir fólk með þörf á félagslegu húsnæði. Hversu mikill munur er á hlutfalli félagslegs húsnæðis er … áhugaverður í þessu samhengi.“

Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir hlutfall félagslegra íbúða í eftirfarandi sveitarfélögum. Fyrst er fjöldi íbúða í hverju sveitarfélagi, þá fjöldi félagslegra íbúða og loks hlutfallið í prósentutölu:

  • Garðabær 5.375 -35- 0,7% 
  • Reykja­vík­ur­borg 51.793- 2.445- 4,7%
  • Kópa­vog­ur 12.974- 436- 3,4%
  • Hafn­ar­fjörður 10.057- 245- 2,4%
  • Seltjarn­ar­nes­bær 1.711- 16- 0,9%
  • Mos­fells­bær 3.192- 30- 0,9%
  • Kjós­ar­hrepp­ur 98 – 0,0%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund