Óttar Pálsson er lögmaður og eigandi LOGOS lögmannsþjónustu og virðist hafa vel upp úr því. Óttar er með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti en einnig með LL.M.-gráðu í félaga-, banka- og verðbréfamarkaðsrétti frá University College í London. Óttar starfaði sem eigandi hjá LOGOS á árunum 2001 til 2006 og sneri svo aftur þangað árið 2011. Í millitíðinni starfaði hann hjá Straumi-Burðarási, fyrst sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og síðan forstjóri. Þá hefur hann unnið sem ráðgjafi fyrir kröfuhafa föllnu bankanna. Óttar situr í stjórnum Kaupþings ehf., ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.) og Lögmannafélags Íslands.
Laun: 4.718.110 kr.
Allt um laun yfir tvö þúsund Íslendinga í nýju Tekjublaði DV.