Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, sem kjörin var formaður Ungra Evrópusinna á aðalfundi félagsins í vor, hefur ákveðið að stíga til hliðar þar sem hún er á leið erlendis í nám, innan Evrópu auðvitað.
Tilkynnti hún stjórn félagsins um þessa ákvörðun á síðasta stjórnarfundi. Jafnframt lagði hún til að Starri Reynisson myndi taka við embættinu og hlaut sú tillaga einróma samþykki stjórnar.
Stjórn félagsins er því svo skipuð:
Formaður: Starri Reynisson Varaformaður: Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Ritari: Tómas Guðjónsson Gjaldkeri: Kjartan Þór Ingason Alþjóðafulltrúi: Inger Erla Thomsen
Meginverkefni stjórnarinnar undir formennsku Starra verða að halda áfram enduruppbyggingu félagsins sem hafin var af fyrri stjórn, ásamt því að stuðla að lifandi umræðu um Evrópumál og vekja í auknum mæli athygli á kostum fullrar aðildar að Evrópusambandinu, samkvæmt tilkynningu.