fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón Björnsson með rúmar 28 milljónir á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjuhæsti forstjórinn árið 2018 var Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri hjá Festi, en meðal félaga í rekstri þess eru N1, Krónan, Elko og Bakkinn. Þetta kemur fram í tekjublaði DV sem kemur út á morgun,  miðvikudaginn 21. ágúst. Þar kennir ýmissa grasa, líkt og síðustu ár, en upplýsingarnar byggja á greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.

Í öðru sæti er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 27,5 milljónir, en sú tala skýrist að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra. Samkvæmt athugasemd frá ÍE voru mánaðarlaun Kára 7.5 milljónir.

Í þriðja sæti er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen með 27,4 milljónir.

Fjórði er Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa USA, með 14,7 milljónir.

Fimmti er Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis með 10.4 milljónir.

Launahæsti kvenforstjórinn er sem fyrr, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, með 6,2 milljónir á mánuði, en hún er tíundi tekjuhæsti forstjórinn á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“