fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Halldór Benjamín með þrjár milljónir – Sólveig Anna með 900 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjublað DV kemur út í fyrramálið þar sem byggt er á útreikningum á útsvarskyldum tekjum þekktra Íslendinga fyrir árið 2018. Þeir sem deilt hafa um kaup og kjör almennings hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri, þar sem tekist var á um kjarasamninga.

Því er ekki úr vegi að almenningur sjái hvað þeir sem semja um launin í þeirra umboði, þéni sjálfir.

Hér að neðan eru birtar mánaðartekjur valinna forystumanna hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins, en í þeim flokki trónir Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna á toppnum með 3.067 milljónir á mánuði.

Nokkur munur er á Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, eða rúmlega tvær milljónir, en þess skal getið að Sólveig Anna lækkaði laun sín um 300 þúsund er hún tók við starfinu í mars í fyrra. Áður vann Sólveig Anna á leikskóla.

Hér á eftir fara nokkur nöfn sem hafa verið áberandi í umræðunni og mánaðartekjur þeirra á árinu 2018:

  • Halldór B. Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA- 3.007
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins- 2.582
  • Elín Björg  Jónsdóttir, formaður BSRB- 1.617
  • Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda- 1.438
  • Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR- 1.419
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM- 1.311
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness- 1.295
  • Drífa Snædal, forseti ASÍ- 1.142
  • Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR- 1.076
  • Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar- 909
  • Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar- 808

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur