Tekjublað DV kemur út í fyrramálið þar sem byggt er á útreikningum á útsvarskyldum tekjum þekktra Íslendinga fyrir árið 2018. Þeir sem deilt hafa um kaup og kjör almennings hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri, þar sem tekist var á um kjarasamninga.
Því er ekki úr vegi að almenningur sjái hvað þeir sem semja um launin í þeirra umboði, þéni sjálfir.
Hér að neðan eru birtar mánaðartekjur valinna forystumanna hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins, en í þeim flokki trónir Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna á toppnum með 3.067 milljónir á mánuði.
Nokkur munur er á Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, eða rúmlega tvær milljónir, en þess skal getið að Sólveig Anna lækkaði laun sín um 300 þúsund er hún tók við starfinu í mars í fyrra. Áður vann Sólveig Anna á leikskóla.
Hér á eftir fara nokkur nöfn sem hafa verið áberandi í umræðunni og mánaðartekjur þeirra á árinu 2018: