fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Efast um hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð – Verndar örfoka land fyrir uppgræðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 07:59

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er grænn og fagur og enginn landeyðing þar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um þjóðgarð á hálendinu vera til þess fallnar að vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Betra væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu á fyrri tímum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Skógræktin gagnrýni hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendinu. Með slíku verði eyðisandar varðveittir og ekki hægt að rækta upp mela og snúa jarðvegseyðingu innan fyrirhugaðs þjóðgarðs við.

Í athugasemdum frá Skógræktinni kemur fram gagnrýni á að aðaláhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendinu. Í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn felist að eyðisandar séu taldir náttúrufyrirbæri og séu einkennandi fyrir hálendið. „Lítt snortin víðlendi“ séu verndarmarkmið fyrirhugaðs þjóðgarðs.

„Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands.“

Segir í umsögn Skógræktarinnar sem ásamt Landgræðslunni spyr hvernig sé fyrirhugað að fara með þau svæði á hálendinu sem eru illa farin vegna gróðureyðingar og þarfnist uppgræðslu ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi.

„Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar? Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda.“

Hefur Fréttablaðið eftir Pétri Halldórssyni upplýsingafulltrúa Skógræktarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum