fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Segir stjórnvöld lúta vilja 5% kjósenda varðandi eignarhald bankanna: „Við lifum ekki í lýðræði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 13:05

Yfirdráttarlán heimilanna eru að aukast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls vilja tæp 37% landsmanna óbreytt eignahald ríkisins á bönkunum, samkvæmt könnun Zenter fyrir Fréttablaðið í dag. Þá vilja tæp 35% draga úr eignarhaldi ríkisins, 16.5% vilja auka eignarhald ríkisins, 6.9% vilja að ríkið kaupi alla eignarhluti bankanna og 5.1% vilja selja alla eignarhluti ríkisins í bönkunum.

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, segir þetta skýr skilaboð um að bankarnir eigi að vera áfram í ríkiseigu, öfugt við stefnu ríkisstjórnarinnar:

„60% vilja ekkert selja af hlut ríkisins í bönkunum. Það væri líklega skýrari framsetning. Í könnunni kemur fram að 35% vilja minnka hlut ríkisins og 5% standa með stefnu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, um að ríkið eigi að draga sig út úr bankarekstri.“

Gunnar segir ríkinu stjórnað eftir vilja auðvaldsins:

„Í þessu, sem öðru, er nýfrjálshyggjan yfirgnæfandi minnihlutaskoðun. 60% vilja ekkert selja af hlut ríkisins, þar af 37% hafa eignarhaldið óbreytt, 16% auka við hlut ríkisins og 7% að ríkið eigi allt bankakerfið. Og hver er stefna ríkisstjórnarinnar? Nú auðvitað afgerandi skref í átt að vilja 5% kjósenda; að selja Íslandsbanka allan og halda aðeins eftir um 40% hlut ríkisins í Landsbanka. Við lifum ekki í lýðræði, þar sem stjórnvöld stjórna í takt við vilja lýðsins, fjöldans. Við lifum við viðvarandi valdarán auðvaldsins þar sem ríkinu er stjórnað eftir vilja auðvaldsins og út frá hagsmunum þess. Það skrítna er síðan að stór hluti af þeim 95% kjósenda sem fá sannanir fyrir því á hverjum degi að ríkinu er ekki stjórnað eftir vilja almennings lætur sér það lynda; telur annað hvort að það sé náttúrulögmál eða vilji guðs; að hin fáu kúgi hin mörgu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?