fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Magnús Þór lætur af störfum hjá Fjarðaáli

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014.

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, tekur tímabundið við starfi forstjóra Fjarðaáls þangað til nýr forstjóri verður ráðinn. Magnús Þór verður nýjum stjórnendum jafnframt innan handar næstu misseri.

„Tíminn hjá Alcoa hefur verið afar gefandi. Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, öryggis- og jafnréttismálum,“

segir Magnús Þór.

„Magnús Þór hefur starfað fyrir Alcoa í tíu ár og verið einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðaáls frá upphafsárum þess og við þökkum Magnúsi fyrir hans góða framlag til fyrirtækisins,“

segir Kai-Rune Heggland yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi