fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Vegtolla og einkavæðingarfrumvörp Sigurðar Inga komin í samráðsgáttina – 200 verkefni kosta 400 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 12:06

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram tvö lagafrumvarp á haustþingi sem fjalla um fjármögnun samgöngumannvirkja. Annars vegar frumvarp um breytingu á vegalögum og hins vegar frumvarp til nýrra laga um heimild um að stofna til samvinnu opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega. Markmið beggja er að leita fjölbreyttari leiða til að fjármagna nauðsynlegar umbætur í samgöngukerfinu í því skyni að auka öryggi á vegum, samkvæmt tilkynningu.

Áformin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 16. júlí 2019.
Miðað er við að ábendingar sem berast verði skoðaðar við ritun frumvarpsins sem er í undirbúningi. Drög að frumvörpunum verða sett í samráðsgáttina til umsagnar þegar þau liggja fyrir.

Vegtollar 

Frumvarpi um breytingu á vegalögum nr. 80/2007 er ætlað að styrkja heimildir Vegagerðarinnar í vegalögum til gjaldtöku á einstökum vegköflum að undangenginni ákvörðun í samgönguáætlun. Slíkar heimildir yrðu nýttar til að flýta framkvæmdum.

Í rökstuðningi með áformunum segir að Vegagerðin telji nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þótt aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun dugi það engan veginn til að fullnægja þörfinni. Það þurfi því að finna leiðir til þess að fjármagna framkvæmdir og flýta þeim eins og kostur er. Í skýrslu starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins sem kynnt var í apríl 2019 var lögð til aðferðafræði við forgangsröðun verkefna. Starfshópurinn taldi í skýrslu sinni æskilegast að fjármagna framkvæmdir með breyttri forgangsröðun í ríkisútgjöldum en að ekki mætti útiloka gjaldtöku í samgöngukerfinu.

Aðkoma einkaaðila

Hin áformin snúa að því að leggja fram frumvarp til nýrra laga um heimild til að stofna til samvinnu við einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega. Í frumvarpinu verður fjallað um eðli framkvæmda af þessu tagi, eignarhald samgöngumannvirkja og stöðu þeirra í vegakerfinu. Í frumvarpinu verður einnig fjallað um heimildir til gjaldtöku, með hvaða hætti slíkt gjald skuli lagt á og hvaða takmörkunum gjaldtakan er háð, ábyrgð á greiðslu gjaldsins, innheimtu- og sektarheimildir ef látið er hjá líða að greiða gjaldið, eftirlit með gjaldtökunni o.s.frv.

Áform um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum í samráðsgátt

Áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna til samvinnu opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?