Endurnýjun bílaflotans á Íslandi fer fram með ýmsum hætti. Erlendir ferðamenn nýta sér ýmsa fararskjóta til að komast á milli staða og eru húsbílar vinsæll ferðamáti innlendra sem útlendra, en húsbílar með bílskúr teljast þó nokkuð sjaldséðir.
Einn slíkur sást í Stykkishólmi í dag. Inn í honum leyndist smábíll af gerðinni Fiat 500 og ráku margir upp stór augu þegar „afkvæmið“ kom í ljós.
Einhverjum varð á orði að þarna væri „óléttur langferðabíll kominn að fæðingu.“