fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Íslendingum fjölgar – Erlendir ríkisborgarar nálgast 47 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok 2. ársfjórðungs 2019 bjuggu 360.390 manns á Íslandi, 184.810 karlar og 175.580 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.610 á ársfjórðungnum, eða um 0,4%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 230.360 manns en 130.030 utan þess. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Alls fæddust 1.030 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.110 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 90 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.020 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 140 manns á 2. ársfjórðungi. Alls fluttust 400 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 220 til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Af þeim 1.050 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 370 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (140), Noregi (90) og Svíþjóð (80), samtals 310 manns af 490. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 630 til landsins af alls 2.070 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 200 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok annars ársfjórðungs bjuggu 46.720 erlendir ríkisborgarar á Íslandi, eða 13,0% af heildarmannfjölda.

 

Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 2. ársfjórðungi 2019
Alls Karlar Konur
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungsins 360.390 184.810 175.580
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungsins 358.780 183.920 174.860
Breyting 1.610 890 720
Fæddir 1.030 530 500
Dánir 530 280 260
Aðfluttir umfram brottflutta 1.110 640 470
Aðfluttir 2.560 1.530 1.030
Brottfluttir 1.450 890 560
Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“