fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanNeytendur

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt færslu Viktors Bjarnasonar á Facebook frá því í síðustu viku, virðist Icelandair nú hækka flugfargjöld sín í miðjum bókunum fólks. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir við Eyjuna að það sé „svakalegt“ ef rétt reynist, en hann hafði ekki heyrt af slíkum viðskiptaháttum áður hjá félaginu, þrátt fyrir að fjölmargar ábendingar og kvartanir hefðu borist samtökunum vegna Icelandair síðustu misseri.

Þannig lýsir Viktor því er hann reyndi að bóka flug fyrir tvo  til Stokkhólms:

„Reyndum að bóka flug með Icelandair í dag þann 23 júlí, en það er eins og fyrri daginn verðið virðast vera á flughraða á skjánum allan sólahringinn. Nú erum við búnir að bóka flug fyrir tvo fyrir uppsett verð 111.070kr til Stokkhólms borgar, en í allri sólardýrðinni sem ríkir hér heima þessa dagana þegar við reynum að greiða fyrir viðkomandi flug kemur ekki frost á skjáinn sem oftar, reyni árangurslaust að bóka tvo miða á þessu verði, en bíðum við, á nokkrum millisekúndum hefur verðið rokið í hæstu hæðir, það er að segja í 153.000kr.“

Loforð brotin vegna græðgi

Viktor segir að þjónustuverið hafi lofað leiðréttingu, sem síðan hafi ekki verið staðið við þegar á reyndi:

„Getur verið að verðið á flugfargjaldi fari eftir upp og niður sveiflu á hlutabréfum þessa furðu fyrirtækis Icelandair eða er græðgin gengin af göflunum, spyr sá sem ekki veit. Er það ekki kappsmál fyrir fyrirtæki á þessari stærðagráðu að hafa virðingu að leiðarljósi og láta orð og tölur standa. Hafði samband við þjónustuverið sem lofuðu leiðréttingu, eftir fáein símtöl stóð ekki steinn yfir steini og urðum að greiða 153.000kr. Svona er Ísland í dag.“

Viktor birtir skjáskot sitt af bókunarsíðu Icelandair, máli sínu til stuðnings. Eyjan hefur tekið út persónugreinanlegar upplýsingar:

 

 

Í einni athugasemd við færslu Viktors segir, að þetta sé kerfisbundið gert hjá flugfélögum, en hægt sé að verja sig gagnvart þessu með stillingum í vafranum:

„Eyddu öllu website history og cookies. Flugfyrirtækjavefsíður hækka verðin ef þú refreshar síðuna án þess að kaupa miða. Þetta er viljandi gert hjá þeim og nær fólki sem er að hugsa um ákveðið flug á ákveðnum tíma. Því þá vita þeir að þú ert sett á það date.“

Á að borga auglýst verð

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði við Eyjuna að samkvæmt reglum um verðmerkingar ætti Viktor rétt á því að fá fargjaldið á upphaflega verðinu sem það var auglýst á:

„Það er svakalegt ef fyrirtæki hækkar verð í miðjum viðskiptum. Samkvæmt okkar lögfræðingi er það skýrt að hann á að fá það verð sem gefið er í upphafi. Og ef hann er með skjáskot af þessari breytingu, þá er hann með öll rökin sín megin í málinu.“

Breki bætti við að fjölmargar ábendingar og kvartanir hefðu borist Neytendasamtökunum vegna Icelandair, ekki síst vegna vandræðanna sem hlotist hafa vegna kyrrsetningar MAX 8 vélanna:

„Icelandair hefur beðið fólk um að sína sér skilning og koma til móts við félagið vegna málsins, sem hefur að mestu leyti verið gert. En þegar viðskiptavinir biðja Icelandair að koma til móts við sig í einhverjum málum, hefur það hinsvegar ekki sýnt jafnmikinn skilning því þá horfa málin allt öðrum augum við þeim. Það þykir mörgum súrt í broti,“

sagði Breki við Eyjuna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda