fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Skorað á Guðlaug Þór að bregðast við hatursáróðri pólskra yfirvalda – Fólk sagt óttast um líf sitt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samtökin ‘78 og Hinsegin dagar skora á utanríkisráðherra Íslands, Guðlaug Þór Þórðarson, og ríkisstjórnina alla að fordæma hatursáróður pólskra stjórnvalda gegn hinsegin fólki og hvetja þau til þess að hverfa frá þeirri fjandsamlegu stefnu sem þau hafa markað sér,“
segir í tilkynningu frá Samtökunum ´78 vegna þess ofbeldis og áróðurs sem beitt hefur verið gegn hinsegin fólki í Póllandi undanfarið, ekki síst í gleðigöngu í borginni Bialystok, sem var fyrsta gleðigangan þar í borg.

Óttast um líf sitt

„Samtökin ‘78 og Reykjavik Pride lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af því eldfima ástandi sem skapast hefur fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Á síðustu mánuðum hefur andúð á hinsegin fólki náð áður óþekktum hæðum fyrir tilstilli ríkisstjórnar landsins, margra sveitar- og borgarstjórna og kaþólsku kirkjunnar. Stjórnmálafólk og trúarleiðtogar hafa nýtt dagskrárvald sitt til þess að viðhafa hatursfull ummæli og ýta undir ranghugmyndir um hinsegin fólk.“

Er hatrið sagt hafa fengið byr undir báða vængi í Póllandi:

„Margt hinsegin fólk í Póllandi óttast nú um líf sitt og framtíð. Hættuleg orðræða valdafólks sem tengist kosningabaráttu stjórnarflokksins Laga og réttlætis, fyrst fyrir Evrópuþingskosningar í vor og nú í aðdraganda þingkosninga sem fram fara í haust, hefur gefið hatri á hinsegin fólki byr undir báða vængi. Á síðustu dögum og mánuðum hafa óhugnanlegar fréttir borist frá landinu. Tugir pólskra borga hafa lýst því yfir að þær séu lausar við ‘hinsegin hugmyndafræði’. Vikublaðið Gazeta Polska hefur sent út límmiða sem lesendur geta nýtt til merkingar á ‘hinseginlausum svæðum’. Á laugardaginn beittu mótmælendur hinsegin fólk grófu ofbeldi í gleðigöngu í borginni Bialystok, þeirri fyrstu sem skipulögð er þar í borg. Ljóst er að hinsegin fólk í Póllandi býr við verulega ótryggt ástand, aukna jaðarsetningu og hættu á ofsóknum.“

Ekki einkamál þjóðar

„Baráttusystkinum okkar í Póllandi og pólskum bandamönnum þeirra hér á landi sendum við okkar bestu baráttukveðjur. Mannréttindi og brot á þeim eru ekki einkamál þjóða heldur þarf alþjóðasamfélagið allt að sýna aðhald og senda sterk skilaboð. Við stöndum með ykkur!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum