fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Rekstur Landspítalans í gjörgæslu: „Hallinn er umtalsverður og eitthvað umfram spár“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans og staðgengill forstjóra, segir við mbl.is að rekstrarhallinn á Landspítalanum sé umfram spár fyrir árið 2019:

 „Hallinn er umtalsverður og eitthvað umfram spár, en við erum að vinna að tillögum og útfærslu þeirra út af hallarekstri með heilbrigðisráðuneytinu.“

Gaumgæfileg gjörgæsla

Svandís Svavarsdóttir vildi ekki tjá sig um umfangið, en sagði að mikil samskipti væru á milli ráðuneytisins og spítalans vegna málsins:

„Það er alltaf þannig að gaum­gæfi­lega er fylgst með rekstri stofn­anna og til­tekið ferli sem þar er viðhaft í sam­skipt­um við ráðuneytið, þannig að ráðuneytið er upp­lýst með mjög reglu­bundn­um hætti um hver staðan er. Þegar stefn­ir í halla eða þá að hann er sýni­leg­ur þýðir að það er enn bet­ur farið í saum­ana á mál­un­um, bæði óskað skýr­inga og það að viðkom­andi stofn­un hafi ein­hverj­ar leiðir til að ná rekstr­in­um aft­ur á kjöl.“

Hallarekstur Landspítalans nam 1.4 milljarði í fyrra, um 2% miðað við tekjur, sem voru 70.8 milljarðar árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK