fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Atvinnuleysi á Íslandi gæti orðið 28% innan 15 ára – Störf lækna, lögfræðinga og afgreiðslufólks í hættu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki bara láglaunastörf sem munu hverfa fyrst af sjónarsviðinu með tilkomu nýrrar tækni, líkt og afgreiðslustörf, samkvæmt Friðriki Boða Ólafssyni, sem situr í framtíðarnefnd VR, hvers megin hlutverk er að gæta þess að fjórða iðnbyltingin muni ekki einungis verða atvinnurekendum til hagsbóta.

Sjálfsafgreiðsluvélar eru nú staðreynd í mörgum verslunum hér á landi og afgreiðslustörf á hröðu undanhaldi, en Friðrik segir að launahærri störf séu einnig í hættu, ef fram fer sem horfir:

„Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði. Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því. Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf. Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni,“

segir Friðrik við Fréttablaðið í dag.

Tækniþróun leiði til aukins atvinnuleysis

Friðrik segir að með þessari þróun sé hætt við að fleiri störf glatist en skapist og svörtustu spár geri ráð fyrir að 28 prósent vinnumarkaðar hér á landi verði sjálfvæddur á næstu 15 árum og að önnur 60% vinnumarkaðarins sé í nokkurri hættu, en atvinnuleysi mældist 3.4 prósent í júní mánuði.

„Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir. Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“