fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
EyjanNeytendur

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1500 pakkningar af kjúklingaáleggi frá Kjarnafæði fóru í dreifingu þar sem innihaldslýsingin kom ekki heim og saman við sjálfa vöruna, en í innihaldslýsingu sagði að áleggið væri 80% grísakjöt.

Á þetta bendir Stefán Pálsson sagnfræðingur, á Facebook síðu sinni í morgun og birtir mynd af álegginu með innihaldslýsingunni:

„Uhhh… er kjúklingaáleggið mitt að mestu úr svínakjöti? Nú þurfum við að tala saman Kjarnafæði!“

Skandall drepinn í fæðingu

Stefán sagði í samtali við Eyjuna að þar sem sonur hans hefði tekið upp á því að hætta að neyta svínakjöts tíðkaðist það á hans heimili að lesa innihaldslýsingar:

„Hér eru engar strangar trúarástæður að baki, en ég á 10 ára strák sem hætti að borða svínakjöt fyrir allnokkru síðan og hef ég komist að því að það er fjári margt sem mönnum tekst að troða svínaafurðum inn í og þegar ég las að það væri komið í kjúklingaáleggið var mér öllum lokið,“

sagði Stefán léttur í bragði, sem hafði fengið skýringar hjá Kjarnafæði vegna þessa:

„Ég merkti Kjarnafæði í færslunni hjá mér og þeir brugðust fljótt við, þetta reyndist prentvilla og því skandall drepinn í fæðingu,“

sagði Stefán.

Mistök í merkingu

Eyjan talaði við Ólaf Rúnar Ólafsson, sölustjóra hjá Kjarnafæði, sem sagði um mistök í merkingu að ræða:

„Þetta er keyrt í gegnum vél hjá okkur og það gleymdist að skipta um númer á miðanum, það er búið að taka úr umferð  þetta eru forprentaðir miðar sem stendur kjúklingaálegg, síðan er hitt sett í og þá hefur gleymst að skipta um vörunúmerið. Það er verið að innkalla og sækja það sem við getum, en það fóru um 1500 svona pakkningar í sölu. Við fengum ábendingu frá einni búð um þetta líka og brugðumst strax við. Þetta eru bara mistök hjá okkur og ég vil nota tækifærið til að biðjast afsökunar á þessu.“

Þess má geta að rétt innihaldslýsing á kjúklingaálegginu frá Kjarnafæði  er eftirfarandi:

Kjúklingakjöt 60%, vatn, sterkja, SOYAPRÓTEIN, salt, maltodextrin, þrúgusykur, vatnsrofin jurtaprótein, (HVEITI og SOYA), ger, repjuolía, rotvarnarefni E250, þráavarnarefni E316, bindiefni E407a,E410,415,451, sýrustillir E508

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda