Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á fjölmiðla í nýlegri færslu sinni á Twitter. Þar segist hann ekki vera sérlega hrifinn af ljósmyndum sem fjölmiðlar nota af honum í fréttum.
Brynjar veltir fyrir sér hvort að fjölmiðlar séu að nota rússneskt elliapp þegar hann á í hlut og vísar þar til forritsins FaceApp, sem tröllreið samfélagsmiðlum í síðustu viku.
Brynjar tekur þó fram að hann viti að hann sé engin fegurðardís.
Ég veit að ég er engin fegurðardís en eiga þessir fjölmiðlar ekki skárri myndir af mér. Eða nota þeir alltaf eitthvað elli app frá Rússlandi þegar ég á í hlut
— Brynjar Níelsson (@BrynjarNielsson) July 22, 2019
Eyjan vill benda Brynjari á að minnsta mál er að mæla mót með honum og ljósmyndara og smella af nýjum myndum.