fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Samfylking tapar fylgi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin tapar mestu fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup fyrir júní mánuð, þegar spurt var um hvaða flokk viðkomandi kysi ef gengið yrði til kosninga nú. Fer fylgið úr 17% í 15%. Er þetta svipuð niðurstaða og í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið á dögunum, þar sem Samfylkingin fór úr 17.4% í 14.1%.

Næstum 24% þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka í þjóðarpúlsi Gallup segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Nær 15% myndu kjósa Samfylkinguna, 13% Vinstri græn, rösklega 11% Miðflokkinn og nær sama hlutfall Pírata, liðlega 10% segjast myndu kjósa Viðreisn, tæplega 9% Framsóknarflokkinn, rúmlega 4% Flokk fólksins og 3% Sósíalistaflokk Íslands.

Tæplega 51% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.

Tæplega 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og ríflega 9% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Fylgi flokka breytist hinsvegar lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,9 prósentustig, og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar.

 

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Styður þú ríkisstjórnina?

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 31. maí til 30. júní 2019. Heildarúrtaksstærð var 5.910 og þátttökuhlutfall var 53,0%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,7% Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar