fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni blæs á kjaftasögurnar: „Það er ekki að fara að gerast“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 09:12

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu misseri hefur það flogið fjöllum hærra að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætli sér að láta af formennsku í flokknum. Hann segir við Morgunblaðið í dag að það sé aðeins óskhyggja andstæðinga hans:

„Það er enginn fótur fyrir þessum endurteknu sögusögnum. Þessar sögusagnir eða slúður má að mínu mati rekja til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít einfaldlega á slíkar óskir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að gerast að ég hætti sem formaður flokksins.“

Hann segist hafa svarað þessari spurningu skýrt í maí síðastliðnum, í viðtali við Stöð 2:

„Ég hélt að ég þyrfti bara að svara þessari spurningu einu sinni, en svo reynist ekki vera. Það þýðir auðvitað ekkert að ergja sig á því, svo ég læt mig bara hafa það að svara þegar ég er spurður, þótt leiðigjarnt geti verið.“

Þrálátur orðrómur byggður á sandi

Eyjan greindi frá því í gær að tengdafaðir Bjarna, Baldvin Jónsson, hefði furðað sig á þessum sögusögnum og þverneitað fyrir að fótur væri fyrir henni, en svo virðist sem að sagan hafi komist á kreik meðal andstæðinga þriðja orkupakkans og náð fótfestu þar.

Líkt og Eyjan greindi frá í október í fyrra, sagði Bjarni við tímaritið Þjóðmál að hann ætti ýmislegt eftir að gera ennþá í starfi sínu og virtist ekki á þeim buxum að hætta.

Í maí síðastliðnum birtist nafnlaus pistill á vef Hringbrautar um að Bjarni hygðist hætta, en Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, taldi að þar héldi Helgi Magnússon fjárfestir um pennan, en hann hafði verið með dagskrárgerð á Hringbraut og orðið á götunni var að Helgi væri að fjármagna rekstur Hringbrautar einnig, en Helgi er góðkunningi Sigurðar Arngrímssonar, sem skráður er eigandi Hringbrautar, en báðir komu þeir að stofnun Viðreisnar.

Helgi keypti helmingshlut í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum.

Sjá einnig: Bjarni Ben:„Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd“

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson sagður ætla að hætta í stjórnmálum í haust

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?