fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Er FaceApp flagð undir gömlu skinni ? – „Grunsemdir um að þetta sé njósnaforrit á vegum rússnesku leyniþjónustunnar!“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú tröllríður alnetinu svokallað FacApp smáforrit, sem breytir myndum fólks á þann hátt, að það gefur því færi á að sjá hvernig það gæti litið út á gamals aldri. Forritið er það vinsælasta bæði fyrir Android og iOS stýrikerfin en yfir 100 milljón manns höfðu hlaðið því niður á Google Play í gær.

Notkunarskilmálar slíkra smáforrita geta verið varhugaverðir, þar sem notendur afsala sér jafnan ýmsum réttindum yfir persónuupplýsingum sínum gegn því að nota forritið.

Fjármálatímaritið Forbes greinir frá því að yfir 150 milljón manns hafi þegar látið eigendum FaceApp forritsins í té notkunarréttinn á myndum þeirra og nöfnum og megi ráðstafa þeim upplýsingum að vild um ókomna framtíð, án þess að notendur fái rönd við reist.

Í skilmálunum kemur fram að forritið safni einnig upplýsingum um staðsetningu notenda, auk upplýsinga úr vöfrum þeirra, sem gerir þeim kleift að sjá hvaða netsíður viðkomandi hefur heimsótt og að upplýsingunum sé deilt með öðrum samstarfsaðilum fyrirtækisins í auglýsingaskyni.

Rússneska leyniþjónustan ?

AP-Fréttveitan segir að forritið sé til rannsóknar hjá Bandarísku Alríkislögreglunni FBI, eftir að þeim barst ábending um það frá leiðtoga minnihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, en hann telur forritið geta orðið að þjóðaröryggisógn og ógna einkalífi milljóna manna. Einnig, að það sé áhyggjuefni að slíkar persónuupplýsingar séu veittar óvinveittu ríki sem eigi í netstríði við Bandaríkin.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig horn í síðu forritsins og hvetur fólk til að hætta notkun þess. Hann segir grunsemdir uppi um að forritið sé á vegum rússnesku leyniþjónustunnar, en taka skal fram að ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum:

„Ég er ekki með neinn yfirgang eða frekju – en óskaplega yrði ég þakklátur ef fólk hætti að birta þessar ömurlegu öldrunarmyndir af sér hér á facebook?
(Svo eru líka uppi grunsemdir um að þetta sé njósnaforrit á vegum rússnesku leyniþjónustunnar!? Sem sagt: tvöföld ástæða til að steinhætta þessu?)“

Segja ekkert að óttast

FaceApp er í eigu Wireless Labs, rússnesks fyrirtækis, en upplýsingarnar eru þó ekki sagðar rata til Rússlands, samkvæmt fyrirtækinu sjálfu. Er flestum myndum notenda eytt innan 48 tíma og segist fyrirtækið ekki sækja aðrar myndir í síma viðkomandi en hann notar sjálfur í forritið, fyrir öldrunarferlið.

Lesa má nánar um eigandann Yaroslav Goncharov hér, en hann starfaði meðal annars hjá Microsoft.

Notkunarskilmálar FaceApp eru þessir samkvæmt Forbes:

You grant FaceApp a perpetual, irrevocable, nonexclusive, royalty-free, worldwide, fully-paid, transferable sub-licensable license to use, reproduce, modify, adapt, publish, translate, create derivative works from, distribute, publicly perform and display your User Content and any name, username or likeness provided in connection with your User Content in all media formats and channels now known or later developed, without compensation to you. When you post or otherwise share User Content on or through our Services, you understand that your User Content and any associated information (such as your [username], location or profile photo) will be visible to the public.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni