fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bókin um Vigdísi Finnbogadóttur væntanleg í haust

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 14:58

Rán Flygenring og Vigdís skoða bókina. Mynd-Angústúra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rán Flygenring er höfundur nýrrar myndabókar um Vigdísi Finnbogadóttur, er ber nafnið Bókin um Vigdísi Finnbogadóttur,  sem var forseti Íslands frá 1980-1996 og fyrsti lýðræðiskjörni kvenforsetinn í heiminum. Það er Angústúra forlag sem gefur bókina út, en Rán teiknar sjálf allar myndir í bókinni ásamt því að semja handritið, en Vigdís fékk að sjá afraksturinn í fyrsta skipti í gær:

„Við erum búnar að hittast nokkrum sinnum, ásamt Ástríði dóttur hennar og ég heimsótti þær síðan í gær og sýndi þeim handritið í fyrsta skipti. Það var mjög skemmtilegt, Vigdís var ánægð og þá varð ég ánægð,“

segir Rán.

Heil kynslóð sem kynnast þarf Vigdísi

Hugmyndina að bókinni eiga þær Edda Hafsteinsdóttir og Marín Þórsdóttir og var Rán falið verkefnið í kjölfarið:

„Það eru nú 23 ár síðan Vigdís lét af embætti og upp er komin heil kynslóð sem naut hennar ekki við í uppeldi sínu og jafnvel þekkir lítið sem ekkert til hennar eða þess sem hún stendur fyrir. Bókin fjallar um unga stúlku sem heimsækir Vigdísi, sem síðan í samtali rifjar upp æsku sína, aðdragandann að forsetakjörinu sem og forsetatíð sína og inniheldur mikið af smáatriðum og upplýsingum sem hægt er að sökkva sér ofan í,“

segir Rán, en bókin er 32 síður og styðst að nokkru leyti við ævisögu Vigdísar sem Páll Valsson ritaði árið 2009, Vigdís-Kona verður forseti.

Rán segir að Vigdís hafi verið ánægð með afraksturinn:

„Hún kom með ábendingar um breytt orðalag í beinum tilvitnunum, að hún hefði orðað sumt öðruvísi, en annars fannst henni þetta bara dásamlegt og hló mikið.“

Bókin kemur út í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?