fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Upplýst fyrir slysni um geymslustaði kjarnavopna Bandaríkjahers í Evrópu – Geymsla reist fyrir kjarnavopn á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 09:04

F-15 orrustuþota flughers Bandaríkjanna í Keflavík, sem sinnti loftvarnaeftirliti NATO árið 2018. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skýrslu sem unnin var fyrir NATO í apríl af kanadíska öldungadeildarþingmanninum Joseph Day, um nútímavæðingu kjarnavopna NATO og hvernig hamla mætti útbreiðslu slíkra vopna, birtust fyrir slysni upplýsingar um hvar Bandaríkjaher geymdi kjarnavopn sín í Evrópu. Um var að ræða 150 vopn á sex stöðum. Í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi, Tyrklandi og á tveimur stöðum á Ítalíu. RÚV greinir frá.

Belgíska dagblaðið De Morgen greindi fyrst frá hluta úr skýrslunni, en Day sagði að sú útgáfa hefði aðeins verið uppkast, og allar upplýsingar þar hefðu verið aðgengilegar annarsstaðar. Þegar skýrslan birtist á netinu var málsgreinin um geymslustaðina hinsvegar ekki birt. Embættismenn NATO segja ekki um opinbera skýrslu að ræða, en geymslustaðir kjarnavopna hafa hingað til verið vel varðveitt leyndarmál.

Ísland kom einnig til greina

Bandaríkjamenn íhuguðu að geyma kjarnavopn hér á landi á kalda stríðs árunum, án þess að ætla sér að upplýsa íslensk stjórnvöld um það athæfi. Þetta sýna skjöl sem gerð voru opinber af Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna árið 2016, sem mbl.is greindi frá.

Þetta kom fram í bréfi frá Tyler Thompson, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, til stjórnvalda í Washington árið 1960, hvar Thompson varar við slíkum áformum, þar sem þau gætu leitt til þess að Ísland segði sig úr NATO, og gætu nýst óvinum Bandaríkjanna (lesist Sovétmenn) í áróðursskyni.

Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur einnig fjallað um málið, en í grein mbl.is er sagt að hér á landi hafi verið reist sérstök geymsla fyrir kjarnavopn, en ekki er vitað með vissu hvort hún var notuð undir kjarnavopn, eða ekki.

Kefla­vík­ur­flug­völl­ur árið 1955. Ljós­mynd/Þ​jóðskjala­safn Banda­ríkj­anna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda