fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ísland meðal duglegustu ríkja við að innleiða tilskipanir EES: „Kemur mér ekki á óvart“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 14:40

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi. Þetta er í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er eitt prósent eða minna, en það hefur aldrei gerst áður.

Innleiðingarhalli Íslands stendur nú í 0,7 prósentum, alls töldust sex tilskipanir óinnleiddar. Ísland nær þar með betri árangri en Liechtenstein (0,9 prósent) en Noregur kom best út úr matinu (0,4 prósent). Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna innan EES var 0,7 prósent.

Innleiðingarhalli Íslands eykst lítillega frá síðasta mati en þá var hann 0,5 prósent. Þar áður, fyrir ári síðan, var hann eitt prósent. Dregið hefur því verulega úr hallanum undanfarið ár og er þetta í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er ekki meira en eitt prósent.

Til samanburðar náði innleiðingarhalli Íslands hámarki á fyrri hluta ársins 2013, þegar hann nam 3,2 prósentum.

„Þessi árangur kemur mér ekki á óvart enda hef ég lagt á það áherslu í embætti utanríkisráðherra að bæta framkvæmdina á EES-samningnum. Bætt framkvæmd eykur möguleika okkar á að hafa áhrif á lagasetninguna á fyrri stigum, sem hefur ef til vill aldrei verið mikilvægara en nú,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra af þessu tilefni.

Frammistöðumat ESA er gefið út tvisvar á ári og miðast þetta 44. mat stofnunarinnar við 31. maí sl. Í frammistöðumatinu er tekinn saman árangur EFTA-ríkjanna þriggja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við innleiðingu EES-gerða.

Samhent átak innan stjórnsýslunnar við bætta framkvæmd EES-samningsins er ástæða þess viðsnúnings sem orðið hefur á innleiðingu EES-gerða á Íslandi, en m.a. hefur verið unnið að því að auka getu ráðuneyta til að vinna að innleiðingunni. Bætt frammistaða Íslands við framkvæmd samningsins er hluti af stefnu stjórnvalda í EES-málum.

Þegar litið er til reglugerða töldust alls 38 reglugerðir óinnleiddar og versnaði frammistaðan lítillega frá síðasta mati þegar 35 reglugerðir höfðu ekki verið innleiddar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags