fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 14:51

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans, gagnrýnir skopmynd Morgunblaðsins í dag sem fjallar um lagningu sæstrengs að fengnu samþykki Alþingis. Ber pistill hans heitið „Áróður í stað fyndni.“

Björn segir að myndin þjóni þeim tilgangi að gera lítið úr hugmynd Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að efnt yrði til þjóðaratkvæðisgreiðslu ef alþingi hygðist taka ákvörðun um lagningu sæstrengs.

„Vegna þessarar sáttatillögu birtir teiknari Morgunblaðsins mynd af Haraldi annars vegar og tengil á sæstreng hins vegar með spjald þar sem á stendur: Skaðabótakröfur vegna EES. Neðst á myndinni stendur: Þjóðaratkvæði um yfirvofandi skaðabótakröfur.Þarna er haldið að lesendum þeirri kenningu að neiti íslensk stjórnvöld þeim sem lagt hefur sæstreng til Íslands að setja hann í samband við íslensk grunnvirki skapi það íslenska ríkinu skaðabótaskyldu,“

segir Björn á heimasíðu sinni.

Fjarstæðukennd hugmynd

Hann nefnir að vissulega geti fjarstæðar hugmyndir orðið að veruleika en segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins þurfa mikið hugmyndaflug um áhættufíkn fjárfesta, til að halda því fram, að einhver myndi stofna til slíkra fjárfestinga sem sæstrengur krefst, til þess eins að geta haft uppi skaðabótakröfur ef komið sé að lokuðum dyrum:

„Að kenna þetta við EES er einnig mikil hugarleikfimi. EES leggur engar skuldbindingar í þá veru á herðar íslenska ríkinu að það beri skaðabótaskyldu gagnvart slíkum áhættufjárfestum. Að þeir kunni að kvarta til Eftirlitsstofnunar ESA segir ekkert um niðurstöðu þess máls. ESA hefur matskennt vald þegar að kvörtunum um markaðsmál kemur.“

Helgi Sig ekkert fyndinn

Þá segir Björn einnig að Helgi Sig, umræddur skopteiknari, sé greinilega andstæðingur þriðja orkupakkans og að fyndnin í verkum hans víki oft fyrir áróðri. Tekur hann þar með undir gagnrýni Sigmars Guðmundssonar, fjölmiðlamansn á RÚV, sem telur Helga ekki nægilega fyndinn heldur:

Sjá einnig:Sigmar um skopmynd Morgunblaðsins:„Þessi skopmyndateiknari er því marki brenndur að vera yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn“

„Helsta uppspretta umræðna um þriðja orkupakkann er Morgunblaðið. Varla líður einn útgáfudagur þess án birtingar á einhverju efni sem tengist honum. Meðal andstæðinga orkupakkans er skopmyndateiknari í blaðsins. Vegna þess hve hann er upptekinn af andstöðu sinni við þriðja orkupakkann víkur fyndnin of oft fyrir áróðri. Hér var fyrir nokkru nefnt hvernig fagstofnun ESB um hagkvæmasta nýtingu orkudreifingarkerfis sambandsins, ACER, var teiknuð sem skrímsli gagnvart Íslandi. Stofnunin hefur þó einfaldlega ekkert um Ísland að segja.“

Áróður og upplýsingafalsanir

Segir Björn ennfremur að um áróður sé að ræða frá Hádegismóum:

„Þessi mynd Morgunblaðsins er ekki skopmynd heldur áróður reistur á upplýsingafölsunum. Teikningin er ófyndnari en hugmyndin sem einn andstæðingur þriðja orkupakkans setti fram á Facebook. Hún snerist um að fjárfestir setti upp vindraforkugarð hér á landi og heimtaði að fá að leggja sæstreng til að flytja orkuna frá honum til Bretlands. Á þennan hátt mætti skerða forræði okkar með þriðja orkupakkanum. Þetta getur einhver gert hvað sem þriðja orkupakkanum líður. Fyrsta spurningin hlýtur þó að vera: Hver er munur á vindinum hér og á Bretlandseyjum eða við þær?“

 

 

Skjáskot af skopmynd Morgunblaðsins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!